Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2020 12:56 Flugfreyjur við hús ríkissáttasemjara. Vísir/Birgir Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug. Icelandair Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira
Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram. Samninganefnd flugfreyja hafði óskað eftir fundi með samninganefnd Icelandair hjá ríkissáttasemjara klukkan átta í gærkvöldi. Þar tilkynnti samninganefnd flugfreyja að flugfreyjur sem starfa hjá Icelandair hefðu hafnað einróma samningstilboði Icelandair sem inniheldur launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent. Áfram var fundað fram á tvö í nótt þar sem farið var yfir tilboð sem samninganefnd flugfreyja hafði lagt fram fjórða maí síðastliðinn. Hlé var gert á fundinum fram til klukkan ellefu í morgun. Þegar sá fundur hafði staðið yfir í klukkutíma hjá sáttasemjara var fundi frestað af fyrrgreindum ástæðum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, ásamt Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara. Vilhelm Gunnarsson Guðlaug segir annan fund ekki hafa verið boðaðan hjá ríkissáttasemjara. Samninganefnd flugfreyja er þó til í fund hvenær sem verði óskað eftir honum því samningsvilji sé ríkur hjá þeim. Hún segir langt á milli þess tilboðs Icelandair sem var hafnað og tilboði flugfreyjufélagsins sem var langtímasamningur en þó með tilslökunum yfir ákveðið tímabil. „Margt í okkar tilboði ætti að hjálpa Icelandair að ná stöðugleika og samkeppnishæfni,“ segir Guðlaug Líney og vísar þar með í orð Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, sem hefur sagt fjárfesta gera kröfu um hagstæða langtímasamninga til að ná fyrrnefndum stöðugleika og samkeppnishæfni. Icelandair ætlar að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði sem lýkur eftir 9 daga, eða 22. maí. Bogi hefur sagt kjarasamninga starfsmanna Icelandair þröskuld í því útboði því fjárfestar geri kröfu um hagræðingu. Bogi sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki stæði til að rýra ráðstöfunartekjur flugstétta Icelandair með því tilboði sem flugfélagið hefur gert starfsfólki sínu. Þeim orðum er Guðlaug alls ekki sammála. „Við værum að taka á okkur meiri vinnu fyrir sömu laun og án kjarahækkana á sama tíma og allir aðrir fá kjarahækkanir,“ segir Guðlaug.
Icelandair Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fleiri fréttir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Sjá meira