Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:17 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Fleiri fréttir Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori Sjá meira