Skilur örvæntinguna og ræðir við bareigendur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2020 11:17 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að yfirvöld muni heyra í fulltrúum kráareigenda á næstu dögum vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á starfsemi skemmtistaða og kráa vegna kórónuveirufaraldursins. Kráareigendur hafa gagnrýnt mjög þá ákvörðun yfirvalda að þeim sé gert að hafa sína starfsemi lokaða á meðan veitingahús fái að hafa opið. Vilja þeir fá að opna þann 25. maí, þegar næstu stóru skref í afléttingum samkomubannsins verða tekin, og hefur hópur bareiganda í miðbæ Reykjavíkur sent erindi á lögregluna, Reykjavíkurborg og almannavarnir þess efnis. Fái þeir ekki leyfi til að opna sjá þeir sig engu að síður tilneydda til þess að opna að því er fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi. Víðir kveðst ekki hafa fengið umrætt erindi í hendurnar en hann hafi séð fréttina í gærkvöldi. „Þetta er eins og við höfum sagt frá, að þetta er eitt af því sem er í skoðun fyrir breytingarnar 25. maí. Við höfum ekkert gefið út endanlega hverjar breytingarnar verða þá. Þetta er eins og allt annað sem eru takmarkanir á, það er til skoðunar fyrir þann tíma og skýrist bara á næstu dögum,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hefur fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir Stefnt er að því að opna sundlaugar landsins næstkomandi mánudag og hafa almannavarnir og landlæknir haft samráð við rekstraraðila sundstaða varðandi það hvernig hægt er að útfæra opnanirnar. Aðspurður hvort eitthvað svipað samstarf eða samtal hafi átt sér stað við kráareigendur segir Víðir: „Nei, við höfum ekki gert það en við ætlum að gera það. Við ætlum að heyra í einhverjum fulltrúum þeirra á næstu dögum og heyra í þeim hljóðið. En eins og ég segi þá erum við að fara í gegnum hvern þátt fyrir sig sem verður 25. og þetta er á listanum.“ Kráareigendur hafa sagt að þeim finnist það ósanngjarnt og í því felist mismunun að þeim sé gert að hafa lokað á meðan veitingahús séu opin. Samkvæmt reglunum mega þau ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin og vilja bareigendur fá að opna og hafa sama opnunartíma. Víðir kveðst hafa mikinn skilning á stöðu allra þeirra sem eru búnir að sæta lokunum eða mjög miklum takmörkunum á sinni starfsemi. „Þetta er lífsviðurværi fólks sem við erum að tala um, við tökum þetta ekki af neinum léttleika, þetta er ekki neitt svoleiðis. Maður hefur bara fullan skilning á því að menn séu orðnir örvæntingarfullir með sitt lífsviðurværi. Það er bara mjög alvarlegt og þess vegna er þetta til skoðunar fyrir 25. maí og var það áður en þessi frétt birtist.“ Hann kveðst ekki búast við því að opnunartími veitingahúsa verði lengdur þann 25. maí. „Það er til skoðunar en ég hef trú á að menn vilji halda þessari línu áfram,“ segir Víðir. Og þá væri möguleiki á að barirnir myndu fá sama opnunartíma? „Það er til mjög alvarlegrar skoðunar. Þegar við förum yfir þetta þá erum við að skoða alla þessa staði sem eru ekki búnir að fá heimild, það eru líkamsræktarstöðvarnar, spilasalir, spilakassar, skemmtistaðir og krár sem eru sérstaklega tilteknar enn þá lokaðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Næturlíf Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira