Landsvirkjun býst við sterkri eftirspurn þegar kreppu lýkur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2020 22:14 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar spáir því að sterk eftirspurn verði eftir íslenskri orku þegar kreppunni lýkur og skoðar fyrirtækið núna hvort hægt verði að taka ákvörðun síðar á árinu um að hefja undirbúningsframkvæmdir við næstu stórvirkjun í Þjórsá. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Stjórn Landsvirkjunar ákvað í síðasta mánuði að greiða eiganda sínum, ríkissjóði, tíu milljarða króna í arð. Það var vegna góðrar afkomu á síðasta ári, áður en veiran rústaði efnahag heimsbyggðarinnar og þar með orkumörkuðum. „Við erum náttúrlega bara mjög ánægð með að vera í stakk búin til að greiða arð. Fyrirtækið hefur lækkað skuldir mjög mikið á síðustu árum, samanborið við til dæmis síðustu kreppu um 2010. Þá var fyrirtækið ekki aflögufært en núna er fyrirtækið það fjárhagslega sterkt að það rúmast innan nýsamþykktrar arðgreiðslustefnu að greiða þennan arð,“ segir forstjórinn, Hörður Arnarson. Frá Búðarhálsvirkjun. Bygging hennar fór á fullt í síðustu kreppu fyrir áratug.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landsvirkjun ákvað fyrir tveim vikum að veita stærstu raforkukaupendum sínum allt að 25 prósenta tímabundinn afslátt. „Við teljum að það þjóni hagsmunum Landsvirkjunar að standa með okkar viðskiptavinum á þessum erfiðu tímum og þar af leiðandi komum við til móts við þá með því að veita þennan afslátt, sem er heilmiklir peningar. Þetta er allt að einn og hálfur milljarður.“ Hörður segir það ráðast af mörgum þáttum hvort ríkissjóður geti áfram vænst álíka arðs á næstu árum. „Skuldsetningin er áfram að lækka. En það má búast við því að arðgreiðslugetan minnki eitthvað tímabundið. En við teljum að þetta séu eingöngu tímabundnar aðstæður á mörkuðum.“ En vill þó engu spá um hvenær viðsnúningurinn verði. „Oft hafa nú svona kreppur tilhneigingu til að koma hratt til baka. En það er mikil óvissa og held ég útilokað að segja hvernig þetta þróast á næstu mánuðum.“ Landsvirkjunarmenn ætla samt vera viðbúnir því að geta hafið undirbúningsframkvæmdir við næstu virkjun, líklega í neðri Þjórsá. Hvammsvirkjun í Þjórsá gæti orðið næsta stóra vatnsaflsvirkjun landsins. Undirbúningsframkvæmdir gætu hafist á næsta ári.Mynd/Landsvirkjun. „Þar er Hvammsvirkjun næst á dagskrá hjá okkur, að öllum líkindum. Við munum nota það sem eftir er á þessu ári til að meta aðstæður, - meta aðstæður á mörkuðum, - hvort þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að fara af stað. Við teljum að þegar kreppunni lýkur þá muni verða sterk eftirspurn eftir orku á Íslandi. En það mun verða ljóst svona í árslok, - þá munu áætlanir liggja fyrir hvort við teljum þetta rétta tímapunktinn,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Stóriðja Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15 Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Sjá meira
Greiða ríkinu tíu milljarða króna arð Eigendur Landsvirkjunar samþykktu á aðalfundi fyrirtækisins í dag tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins upp á tíu milljarða króna fyrir árið 2019. Það er rúmlega tvisvar sinnum hærri upphæð en arðgreiðsla síðasta árs, sem nam 4,25 milljörðum. 22. apríl 2020 18:15
Landsvirkjun ræðst í milljarðaframkvæmdir og gefur stórnotendum allt að 25 prósent afslátt Landsvirkjun hyggst verja um 12 milljörðum króna í ýmsar framkvæmdir, þróunarverkefni auk þess að veita stórnotendum sínum afslætti. 28. apríl 2020 11:01