Katrín við CNN: Ísland að ná tökum á veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 19:50 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar vegna breytinga á ferðatakmörkunum í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins í júní. Þá er stefnt að því að ferðamenn sem koma til landsins verði skimaðir fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli þannig að þeir þurfi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví reynist sýni neikvætt. Katrín var gestur Christiane Amanpour, þáttastjórnanda CNN, í tilefni af þessu í dag. Lofaði Amanpour góðan árangur Íslands gegn veirunni og spurði forsætisráðherra hver staðan á faraldrinum væri nú. „Við erum hægt og rólega að ná stjórninni en við erum augljóslega meðvituð um að það gæti komið bakslag, að þetta gæti komið upp aftur,“ sagði Katrín og vísaði til þess að ekkert nýtt smit hefði nú greinst fimm daga í röð. Iceland s Prime Minister @katrinjak tells me that, after five consecutive days with no new infections reported, we have the virus under control. The country plans to lift its travel restrictions and welcome tourists back as early as next month. pic.twitter.com/p6FMY0oZzo— Christiane Amanpour (@camanpour) May 12, 2020 Amanpour spurði Katrínu hvers vegna byrjað hefði verið að skima fyrir kórónuveirunni þegar í lok janúar þrátt fyrir að fyrsta smitið hefði ekki greinst á Íslandi fyrr en um mánuði síðar. Katrín sagði að vitað hafi verið að veiran væri á leiðinni og því hafi undirbúningur verið hafinn í janúar. Náið samstarf hafi átt sér staða á milli stjórnvalda, lýðheilsuyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar um fjöldaskimanir, bæði á fólki með og án einkenna. „Við höfum reynt mætt veirunni með rannsóknum, með því að reiða okkur á vísindamennina okkar, heilbrigðissérfræðinga og lækna og læra meira og meira um veiruna og hvernig við getum barist gegn henni,“ sagði forsætisráðherra. Bar Amanpour viðbrögð stjórnmálamanna og almennings í Bandaríkjunum saman við það sem hefði gerst á Íslandi. Í Bandaríkjunum stæði yfir hatrammar deilur um viðbrögð við faraldrinum en á Íslandi hafi almenningur almennt hlýtt tilmælum stjórnvalda. Vísaði Katrín til þess að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að hlusta á vísindamenn og fylgja ráðum þeirra. Þá hafi verið reynt að hafa ferlið eins gegnsætt og mögulegt var með reglulegum upplýsingafundum með sérfræðingum sem gátu svarað mörgum spurningum fólks. Ísland hefði grætt á því að vera lítil þjóð þegar kom að rakningu smita en hún hafi þó kostað mikla vinnu. Boðaði Katrín að áfram yrði haldið með skimun, rakningu og félagsforðun á Íslandi. „Það sem við höfum gert er að fylgja ráðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, nýta okkur að við erum lítil eyja með tiltölulega fátt fólk þannig að þetta er viðráðanlegt verkefni, að minnsta kosti hér á Íslandi,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Íslendingar eru að ná tökum á kórónuveirunni en eru meðvitaðir um að bakslag gæti komið síðar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í viðtali við bandarísku fréttastöðina CNN í dag. Góðan árangur Íslands mætti meðal annars rekja til þess að stjórnvöld hefðu hlustað á sérfræðinga sína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Ríkisstjórnin kynnti í dag áform um að slaka á ferðatakmörkunum til landsins í júní. Þá er stefnt að því að ferðamenn sem koma til landsins verði skimaðir fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli þannig að þeir þurfi ekki að fara í tveggja vikna sóttkví reynist sýni neikvætt. Katrín var gestur Christiane Amanpour, þáttastjórnanda CNN, í tilefni af þessu í dag. Lofaði Amanpour góðan árangur Íslands gegn veirunni og spurði forsætisráðherra hver staðan á faraldrinum væri nú. „Við erum hægt og rólega að ná stjórninni en við erum augljóslega meðvituð um að það gæti komið bakslag, að þetta gæti komið upp aftur,“ sagði Katrín og vísaði til þess að ekkert nýtt smit hefði nú greinst fimm daga í röð. Iceland s Prime Minister @katrinjak tells me that, after five consecutive days with no new infections reported, we have the virus under control. The country plans to lift its travel restrictions and welcome tourists back as early as next month. pic.twitter.com/p6FMY0oZzo— Christiane Amanpour (@camanpour) May 12, 2020 Amanpour spurði Katrínu hvers vegna byrjað hefði verið að skima fyrir kórónuveirunni þegar í lok janúar þrátt fyrir að fyrsta smitið hefði ekki greinst á Íslandi fyrr en um mánuði síðar. Katrín sagði að vitað hafi verið að veiran væri á leiðinni og því hafi undirbúningur verið hafinn í janúar. Náið samstarf hafi átt sér staða á milli stjórnvalda, lýðheilsuyfirvalda og Íslenskrar erfðagreiningar um fjöldaskimanir, bæði á fólki með og án einkenna. „Við höfum reynt mætt veirunni með rannsóknum, með því að reiða okkur á vísindamennina okkar, heilbrigðissérfræðinga og lækna og læra meira og meira um veiruna og hvernig við getum barist gegn henni,“ sagði forsætisráðherra. Bar Amanpour viðbrögð stjórnmálamanna og almennings í Bandaríkjunum saman við það sem hefði gerst á Íslandi. Í Bandaríkjunum stæði yfir hatrammar deilur um viðbrögð við faraldrinum en á Íslandi hafi almenningur almennt hlýtt tilmælum stjórnvalda. Vísaði Katrín til þess að stjórnvöld hefðu tekið ákvörðun um að hlusta á vísindamenn og fylgja ráðum þeirra. Þá hafi verið reynt að hafa ferlið eins gegnsætt og mögulegt var með reglulegum upplýsingafundum með sérfræðingum sem gátu svarað mörgum spurningum fólks. Ísland hefði grætt á því að vera lítil þjóð þegar kom að rakningu smita en hún hafi þó kostað mikla vinnu. Boðaði Katrín að áfram yrði haldið með skimun, rakningu og félagsforðun á Íslandi. „Það sem við höfum gert er að fylgja ráðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, nýta okkur að við erum lítil eyja með tiltölulega fátt fólk þannig að þetta er viðráðanlegt verkefni, að minnsta kosti hér á Íslandi,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43 Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Fleiri fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Sjá meira
Stórt en varfærið skref segir Katrín Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin. 12. maí 2020 15:43
Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“ 12. maí 2020 15:52