Ítarlegt viðtal við sérfræðingana á gjörgæslu sem lýsa ástandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:54 Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira