Ítarlegt viðtal við sérfræðingana á gjörgæslu sem lýsa ástandinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. apríl 2020 11:54 Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans segir spítalann hafa áður búið sig undir faraldur líkt og kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir. Þetta sé í raun í þriðja sinn síðan um aldamótin sem það sé gert. Hinir faraldrarnir hafi þó ekki verið jafnalvarlegir og kórónuveirufaraldurinn og ekki jafn mörg smit þá í samfélaginu. Þá hafi læknar haft mótefni og lyfjameðferð í baráttunni þegar svínaflensan gekk yfir ólíkt því sem nú er. Allt upp í þrjátíu manns vinna á hverjum tíma á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Mikið hefur mætt á deildinni undanfarnar viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og liggja þar nú tólf manns en voru ellefu í gær. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi, segir vinnutímann langan og geta farið upp í sextán klukkustundir. Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Það er mikið starfsfólk sem að sinnir þessu eins og hérna hjá okkur í Fossvogi, þetta er svona undir þrjátíu manns á hverri vakt. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar og fleiri. Þetta er gríðarlega mikið starf af því það þurfa allir að klæðast í mikinn hlífðarbúnað þegar þeir fara að sinna sjúklingunum og það getur verið erfið staða. Við reynum að skipta fólki oft út þannig að þetta verði sem minnst álag á starfsfólk. Því við verðum líka að hugsa um starfsfólkið og verja það gegn sýkingum,“ segir Kristinn. Flytja hefur þurft hluta sjúklinganna af deildinni í Fossvogi yfir á gjörgæsludeildina við Hringbraut til að dreifa álagi. Sigurbergur Kárason yfirlæknir á gjörgæsludeildinni við Hringbraut segir spítalann hafa búið sig vel undir faraldurinn. Sigurbergur Kárason, yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut.Vísir/Arnar „Þetta er nú svo sem þriðji faraldurinn frá aldamótum í sjálfu sér þannig að maður hefði getað séð fyrir sér og við náttúrulega höfum farið í gegnum svona svipaðan undirbúning áður en ekki gengið svona langt. Það sem náttúrulega munaði líka frá svínaflensufaraldrinum að þá var til mótefni og lyfjameðferð sem við höfum ekki núna þannig að það er öðruvísi staða. En í sjálfu sér vorum við í svipuðum svona aðstöðu þá en það gekk ekki jafn langt. Það var ekki jafn alvarlegur faraldur. Ekki jafn mikið útbreitt smit,“ segir Sigurbergur. Heimsóknarbann er á Landspítalanum og fá aðstandendur því ekki að vera með þeim sem veikjast. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Arnar „Við erum að reyna gera allt til þess að reyna að vera í sem bestu sambandi við ættingjana og læknarnir hafa komið upp mjög góðu systemi og prestarnir með okkur í því að veita fólki sem sagt hjálp og það er svona sú sálgæsla sem við getum veitt og það skiptir rosalegu miklu máli. Maður getur bara ímyndað sér að vera heima og eiga veikan ættingja á gjörgæslu,“ segir Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunardeildarstjóri á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira