Lífið

Tónlistin alltaf til staðar líka þegar heimurinn virðist vera að hrynja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auður sló rækilega í gegn á síðasta ári. 
Auður sló rækilega í gegn á síðasta ári.  vísir/daníel þór

„Skynsamara fólk en ég segir að þetta myndi fá meira streymi seinna. Að ég ætti að bíða aðeins. Á tímum þar sem við megum ekki snertast þá snertir tónlistin okkur sem aldrei fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, í tísti en hann gaf út nýja stuttskífu á miðnætti. 

Þar má finna fjögur ný lög með þessum vinsæla tónlistarmanni.

„Tónlistin hefur alltaf verið til staðar fyrir mig - líka þegar heimurinn virðist vera að hrynja. Hér er mitt framlag. Kveikjum í eldunum. Dönsum með lokuð augun. Kyssumst með ljósin kveikt.“

Hér að neðan má hlusta á lögin fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×