Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 16:47 Mynd sem fylgir skýrslu um hvernig fyrsti þjóðvegur Grænlands muni líta út, þegar búið verður að byggja hann upp sem bílveg í sex metra breidd. Sveitarfélagið Qeqqata býður vegagerðina út. Mynd/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænland Norðurslóðir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskorts er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði, þriggja metra breiður og 130 kílómetra langur. Samkvæmt frétt KNR eiga framkvæmdir að hefjast í sumar og slóðinn að vera tilbúinn haustið 2021. Svona sjá menn fyrir sér að vegurinn muni hlykkjast um grænlenska náttúru.Mynd/Qeqqata Kommunia. Síðar er gert ráð fyrir að vegurinn verði byggður upp sem tveggja akreina bílvegur, alls 170 kílómetra langur og sex metra breiður. Hann á að liggja milli Sisimiut, næst stærsta bæjar Grænlands, og Kangerlussuaq-flugvallar, sem áður var kenndur við Syðri-Straumfjörð. Miðað er við að fullbúinn verði þjóðvegurinn að mestu malarvegur en einstaka kaflar hans þó malbikaðir. Gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum danskra króna til gerðar fjórhjólaslóðans, andvirði um 1,1 milljarðs íslenskra króna. Heildarkostnaður við fullbúinn bílveg er hins vegar áætlaður á bilinu 7-10 milljarðar íslenskra króna. Reisa þarf eina brú og gert ráð fyrir allt að tíu áningarstöðum á leiðinni og 2-3 þjónustuhúsum. Vegurinn mun liggja milli bæjarins Sisimiut og Kangerlussuaq-flugvallar.Kort/Qeqqata Kommunia. Fyrsti áfangi fjórhjólaslóðans verður lagður frá Kangerlussuaq-flugvelli til fjarðar sem kallast Kangerluarsuk Tulleq, og er norðan við Sisimiut, sem er tæplega sexþúsund manna fiskveiðibær. Ráðamenn sveitarfélagsins Qeqqata telja að vegurinn leiði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og opni á fiskflutninga með flugi um alþjóðaflugvöllinn. Grænlenska þingið samþykkti fyrstu fjárveitingu til vegagerðarinnar í nóvember en Stöð 2 fjallaði þá um verkefnið: Sjá einnig hér: Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn
Grænland Norðurslóðir Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira