Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:35 Jille Biden (í grænu) hélt mótmælendum sem ruddust upp á sviðið í Los Angeles frá eiginmanni sínum með valdi. Mótmælendurnir hrópuðu „Látið mjólkuriðnaðinn deyja“. AP/Marcio Jose Sanchez Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46