Gefa starfsmönnum 150 milljónir vegna kórónuveiruálags Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:16 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. samkaup Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að verja um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Pakkinn er sagður ná til allra 1400 starfsmanna samsteypunnar, sem starfa í 61 verslun um land allt; meðal annars Nettó, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Iceland og Samkaup Strax. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, greindi frá pakkanum í Bítinu í morgun. Hann felur meðal annars í sér aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og „andlega upplyftingu“ hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. Þar að auki munu starfsmennirnir fá annars konar uppbót, eftir að faraldrinum lýkur. Gunnur segir að sá hluti sé með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum og svo framvegis. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Klippa: Bítið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira