Þolandi árásarinnar vaknaður og kominn til Húsavíkur Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:05 Frá Kópaskeri. Vísir/vilhelm Maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárás á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild á Akureyri og fluttur á sjúkrahús á Húsavík. Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. Grunaður árásarmaður liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Samkvæmt heimildum Vísis var þolandi árásarinnar stunginn sex sinnum. Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að þolandinn sé kominn af gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík í gær og reynt verður að taka af honum skýrslu í dag. „Ef hann man eitthvað, maður veit aldrei hvernig það er,“ segir Bergur. Sjá einnig: Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Grunaður árásarmaður fannst rænulítill í fangaklefa sínum morguninn eftir árásina og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. „Hann er enn á sjúkrahúsi og ekki vakandi,“ segir Bergur. Greint var frá því í byrjun vikunnar að lögregluvörður hefði verið settur á vakt á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Bergur segir að því hafi verið aflétt í gær þegar þolandi árásarinnar var fluttur til Húsavíkur. Lögregla hefur rætt hefur við vitni sem á heima í íbúðinni þar sem árásin var gerð. Bergur segir að lögregla leiti enn vitna en ekki hafi farið fram fleiri formlegar skýrslutökur. Á litlum vitnisburði sé að byggja í málinu en rannsóknargögn úr vettvangsrannsókn tæknideildar skili vonandi einhverju. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag 2. mars 2020 13:31 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir hnífsstunguárás á Kópaskeri aðfaranótt laugardags hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild á Akureyri og fluttur á sjúkrahús á Húsavík. Lögregla vonast til þess að geta rætt við hann í dag. Grunaður árásarmaður liggur enn meðvitundarlaus á gjörgæslu. Sjá einnig: Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Þrennt var handtekið eftir að tilkynnt var um árásina. Tveimur þeirra, manni og konu, var sleppt úr haldi á laugardag þar sem ekki er talið að þau tengist árásinni. Samkvæmt heimildum Vísis var þolandi árásarinnar stunginn sex sinnum. Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að þolandinn sé kominn af gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík í gær og reynt verður að taka af honum skýrslu í dag. „Ef hann man eitthvað, maður veit aldrei hvernig það er,“ segir Bergur. Sjá einnig: Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag Grunaður árásarmaður fannst rænulítill í fangaklefa sínum morguninn eftir árásina og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. „Hann er enn á sjúkrahúsi og ekki vakandi,“ segir Bergur. Greint var frá því í byrjun vikunnar að lögregluvörður hefði verið settur á vakt á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri. Bergur segir að því hafi verið aflétt í gær þegar þolandi árásarinnar var fluttur til Húsavíkur. Lögregla hefur rætt hefur við vitni sem á heima í íbúðinni þar sem árásin var gerð. Bergur segir að lögregla leiti enn vitna en ekki hafi farið fram fleiri formlegar skýrslutökur. Á litlum vitnisburði sé að byggja í málinu en rannsóknargögn úr vettvangsrannsókn tæknideildar skili vonandi einhverju.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Stóð til að reyna að vekja hinn grunaða í dag 2. mars 2020 13:31 Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30 Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Hefur sjálfur tvisvar verið dæmdur fyrir hnífstungur Fórnarlamb hnífstunguárásarinnar á Kópaskeri hefur sjálfur tvisvar sinnum hlotið dóm fyrir hættulegar hnífstungur. 2. mars 2020 06:30
Grunaður árásarmaður á Kópaskeri einnig á gjörgæslu Fórnarlamb hnífstungu og grunaður árásarmaður eru báðir á gjörgæslu. 1. mars 2020 13:42