Átján ára körfuboltastrákur segist hafa keypti liðið sem hann spilaði með í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 15:00 LaMelo Ball í leik með Illawarra Hawks liðinu í Ástralíu en hann ákvað svo að kaupa það með viðskiptafélaga sínum. Getty/Anthony Au-Yeung Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum. NBA Körfubolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum.
NBA Körfubolti Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira