Prófsteinn á okkur og samfélagið okkar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 3. apríl 2020 09:45 Starfsfólk bæjarfélagsins hefur staðið vaktina síðustu daga og vikur við mjög svo óvenjulegar og krefjandi aðstæður. Það hefur staðið vörð um grunnstoðir samfélagsins okkar í Hafnarfirði – leyst úr flóknum viðfangsefnum og verkefnum á undraskömmum tíma – og séð til þess að það gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er við erfiðar aðstæður. Fyrir það ber að þakka. COVID-19 er ákveðinn prófsteinn á okkur sem einstaklinga og samfélagið okkar í heild; hvernig við bregðumst við, stöndum saman og virðum og skiljum hvert annað. Með slíkri samstöðu munum við vinna okkur úr þeim erfiðleikum sem þessu fylgir. Aðgerðaáætlun samþykkt í bæjarstjórn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar taldi brýnt að bregðast við þeirri krefjandi stöðu sem samfélagið okkar stendur nú frammi fyrir með hröðum og markvissum aðgerðum. Á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl var samþykkt aðgerðaáætlun í 11 liðum til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Hér er um að ræða fyrstu aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar, sem ætlað er að tryggja rekstur bæjarfélagsins og koma til móts við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök. Aðgerðaáætlunin er fjölbreytt, tekur til margra sviða og hefur það að markmiði að lágmarka þá niðursveiflu sem óumflýjanleg er og standa vörð um þjónustu bæjarfélagsins. Um aðgerðir þessar hefur ríkt þverpólitísk samstaða innan bæjarstjórnar sem hefur jafnframt gefið það út að ef þörf reynist á frekari aðgerðum sé ekkert því til fyrirstöðu að aðgerðaáætlunin verði tekin til endurskoðunar. -Hér má nánar lesa um aðgerðaáætlunina í heild og einstaka aðgerðir. Sterkari saman Þetta er tímabundið ástand, en því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í samfélaginu okkar og um heim allan. Við erum að upplifa tíma sem hafa áhrif á okkar daglega líf um stund og þeir reyna á okkur öll. Það hefur vakið eftirtekt mína hversu mikil samstaða og skilningur er á þessum tímum og mikið traust er til þeirra sem helstu ákvarðanir taka. Við erum í þessu saman. Með hækkandi sól mun aftur birta til. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Starfsfólk bæjarfélagsins hefur staðið vaktina síðustu daga og vikur við mjög svo óvenjulegar og krefjandi aðstæður. Það hefur staðið vörð um grunnstoðir samfélagsins okkar í Hafnarfirði – leyst úr flóknum viðfangsefnum og verkefnum á undraskömmum tíma – og séð til þess að það gangi eins vel fyrir sig og mögulegt er við erfiðar aðstæður. Fyrir það ber að þakka. COVID-19 er ákveðinn prófsteinn á okkur sem einstaklinga og samfélagið okkar í heild; hvernig við bregðumst við, stöndum saman og virðum og skiljum hvert annað. Með slíkri samstöðu munum við vinna okkur úr þeim erfiðleikum sem þessu fylgir. Aðgerðaáætlun samþykkt í bæjarstjórn Bæjarstjórn Hafnarfjarðar taldi brýnt að bregðast við þeirri krefjandi stöðu sem samfélagið okkar stendur nú frammi fyrir með hröðum og markvissum aðgerðum. Á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl var samþykkt aðgerðaáætlun í 11 liðum til að bregðast við afleiðingum faraldursins. Hér er um að ræða fyrstu aðgerðir Hafnarfjarðarbæjar, sem ætlað er að tryggja rekstur bæjarfélagsins og koma til móts við íbúa, atvinnulíf og félagasamtök. Aðgerðaáætlunin er fjölbreytt, tekur til margra sviða og hefur það að markmiði að lágmarka þá niðursveiflu sem óumflýjanleg er og standa vörð um þjónustu bæjarfélagsins. Um aðgerðir þessar hefur ríkt þverpólitísk samstaða innan bæjarstjórnar sem hefur jafnframt gefið það út að ef þörf reynist á frekari aðgerðum sé ekkert því til fyrirstöðu að aðgerðaáætlunin verði tekin til endurskoðunar. -Hér má nánar lesa um aðgerðaáætlunina í heild og einstaka aðgerðir. Sterkari saman Þetta er tímabundið ástand, en því er ekki að leyna að í hönd fara erfiðir tímar í samfélaginu okkar og um heim allan. Við erum að upplifa tíma sem hafa áhrif á okkar daglega líf um stund og þeir reyna á okkur öll. Það hefur vakið eftirtekt mína hversu mikil samstaða og skilningur er á þessum tímum og mikið traust er til þeirra sem helstu ákvarðanir taka. Við erum í þessu saman. Með hækkandi sól mun aftur birta til. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar