Lífið

Stefanía Svavars frumsýnir nýtt myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefanía Svavars var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að syngja með Stuðmönnum. 
Stefanía Svavars var aðeins sextán ára þegar hún byrjaði að syngja með Stuðmönnum. 

Stefanía Svavars hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir fallegan sögn en hún var aðeins sextán ára gömul þegar hún kom fyrst fram með hljómsveitinni Stuðmönnum og síðan hefur hún sungið með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands og tekið þátt í viðamiklum tónlistarsýningum eins og ABBA, Tinu Turner og Meatloaf hjá Rigg Events.

Stefanía hefur einnig tekið þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins en í dag frumsýnir hún nýtt myndband við lagið Flying sem er fyrsta lagið sem hún gefur út undir eigin nafni.

Stefanía vann lagið í samstarfi við tónlistarkonuna ZÖE sem er höfundur lags og texta.

Birta Rán Björgvinsdóttur vann myndbandið og leikstýrði en hún hefur skapað sér gott nafn í myndbandsgerð en hún vann nýlega myndbandið við Eurovisionlag Daða Freys Think About Things. Stefanía hefur breiða og kraftmikla rödd sem nýtur sín einstaklega vel í laginu en hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.

Klippa: Stefanía Svavars - Flying





Fleiri fréttir

Sjá meira


×