Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 17:33 Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs. Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Skeljungur hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Greint var frá því í gær að starfshlutfall um helmings starfsmanna Skeljungs hefði verið lækkað og þeir settir á svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda. Stjórnendum félagsins reiknaðist til í samtali við Stundina að hlutabótagreiðslur til starfsmanna í apríl hafi numið um 6 til 7 millljónum króna. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Í tilkynningu Skeljungs, sem Árni Pétur Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, sendi fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag, er vísað í umrædda fjölmiðlaumfjöllun. Að athuguðu máli telji Skeljungur að ekki hafi verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið. „Skeljungur mun því bjóða starfsmönnum sínum 100% vinnu frá og með 1. maí og endurgreiða Vinnumálastofnun allan þann kostnað sem til féll vegna starfsmanna Skeljungs í aprílmánuði. Allir starfsmenn Skeljungs hafa nú verið færðir í 100% vinnuhlutfall og munu því ekki sækja frekari bætur til Vinnumálastofnunar.“ Fyrirtækin Össur og Hagar hafa einnig nýtt sér hlutabótaleiðina á sama tíma og þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. Mjög hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu. ASÍ sendi til að mynda frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar. Sagði í ályktuninni að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kvaðst jafnframt í dag verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleiðina. Skilyrði verði sett á leiðina til að koma í veg fyrir slíka misnotkun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bensín og olía Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir „Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
„Algjörlega óþolandi“ að sjá fyrirtæki misnota aðstoð stjórnvalda Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er verulega ósáttur yfir þeim tíðindum að stöndug fyrirtæki í landinu noti hlutabótaleið stjórnvalda. 7. maí 2020 15:23
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Settu starfsmenn á hlutabætur, keyptu eigin bréf og greiddu arð Tvö félög sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda samhliða því að kaupa eigin bréf. 7. maí 2020 06:08