Barnaþingsmenn vilja breytingar á skólakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 19:00 Fulltrúar á Barnaþingi ályktuðu um allt milli himins og jarðar eins og fram kemur í nýrri skýrslu um þingið. Vísir/Vilhelm Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þingfulltrúar á Barnaþingi leggja meðal annars til að dregið verði úr heimanámi og stuðningur til þess aukinn innan skólanna. Þá leggur barnaþing mikla áherslu á umhverfisvernd og að frítt verði í strætó. Skýrsla um niðurstöður tveggja daga Barnaþings í nóvember er komin út og verður afhent ríkisstórn á morgun. Embætti umboðsmanns barna stóð fyrir þessu fyrsta Barnaþingi sem halda á annað hvert ár samkvæmt lögum. Börnin vilja meðal annars að skólamáltíðir kosti ekki mikið og gætt sé hreinlætis við eldamennskuna. Þau vilja skipuleggja stundatöfluna betur og að skólinn verði opinn klukkutíma lengur þar sem börn fái aðstoð við heimanámið og dregið verði úr því. Salvör Nordal segir barnaþingsfulltrúa greinilega fylgjast mjög vel með umræðum og fréttum um hin fjölbreyttustu mál. Hlusta eigi eftir tillögum þeirra.Vísir Salvör Nordal umboðsmaður barna segir niðurstöður þingsins sýna að þingfulltrúar, sem voru á aldrinum ellefu til fimmtán ára, hafi mjög breitt áhugasvið. „Allt frá vinum, gæludýrum og fjölskyldumál eru mjög mikilvæg. Skólamálin eru auðvitað mikilvæg og yfir í heimsmálin. Þau ræddu stöðu flóttamanna, stríð og frið í heiminum og slíka hluti. Þannig að þau hafa áhuga á öllu,“ segir Salvör. Eins og kemur skýrt fram í tillögum þeirra; um að kennd verði frumkvöðlahugsun og að koma skoðunum sínum á framfæri og að bjarga fólki. Þá er barnaþing þeirrar skoðunar að kenna eigi táknmál og að allir fái að vera þeir sjálfir, jöfn laun fyrir konur og karla, hætt verði að nota plast og framleiða hluti á óumhverfisvænan hátt. Andleg heilsa er jafn mikilvæg og líkamleg segja þingfulltrúar, meiri tími gefist með vinum og fjölskyldu og frítt verði í strætó fyrir alla til að draga úr bílanotkun svo fátt eitt sé nefnt. „Það er mjög gaman að velta fyrir sér hvers vegna eru börnin að tala um tiltekin mál. Það er mjög mikilvægt að við gerum það og veltum því fyrir okkur hvernig getum við brugðist við. Er ástæða til að breyta til dæmis einhverju í skólanum. Gefa þeim meiri tök á að gera heimavinnu í skólanum. Skapa meira rými þar og svo framvegis,“ segir Salvör Nordal.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mannréttindi Barnavernd Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira