Bannað að birta mynd af Bubba með sígó á gafli Borgó Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2020 15:14 Fræg mynd af Bubba með sígarettu í munnvikinu þykir með öllu ótæk í dag. „Að gefnu tilefni,“ segir Bubbi á Facebooksíðu sinni, og gefur til kynna með táknkarli að honum sé ekki skemmt. „Er samkvæmt lögum bannað að auglýsa tóbak með mynd af mér með sígarettu á gafli Borgarleikhúss.“ Bubbi segir að slíkt skilgreinist sem auglýsing en eins og fram hefur komið hefur markaðsdeild Borgarleikhússins breytt frægri mynd af Bubba svo auglýsa megi söngleik hússins sem byggir á lífi hans. En þar er kóngurinn vígalegur með sígarettu í munnvikinu. Fram hefur komið að þetta sé vegna þess að Facebook taki það ekki í mál að slík mynd sé notuð í auglýsingar sem birtar eru á samfélagsmiðlinum. Markaðsdeild Borgarleikhússins fjarlægði sígarettuna úr munnviki kóngsins með hjálp photoshop-forritsins. „Facebook virðist halda að við séum einhver búlla á Íslandi sem er að auglýsa kynlíf og sígarettur og hafa engan tíma fyrir slíkan ólifnað,“ sagði Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Borgarleikhússins í samtali við Fréttablaðið. Leikhúsið hefur lent í því að vera bannað að auglýsa leiksýningar og fékk viðvörun um að síða þeirra væri komin á svartan lista. Viðbrögð við þessari tilkynningu Bubba er afdráttarlaus og á einn veg. Fólk furðar sig á þessu ofboði og telur að um sé að ræða sögufölsun á forsendum gengdarlausrar forræðishyggju. Þannig segir til dæmis formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við það tækifæri: „Meira ruglið“. Samfélagsmiðlar Leikhús Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
„Að gefnu tilefni,“ segir Bubbi á Facebooksíðu sinni, og gefur til kynna með táknkarli að honum sé ekki skemmt. „Er samkvæmt lögum bannað að auglýsa tóbak með mynd af mér með sígarettu á gafli Borgarleikhúss.“ Bubbi segir að slíkt skilgreinist sem auglýsing en eins og fram hefur komið hefur markaðsdeild Borgarleikhússins breytt frægri mynd af Bubba svo auglýsa megi söngleik hússins sem byggir á lífi hans. En þar er kóngurinn vígalegur með sígarettu í munnvikinu. Fram hefur komið að þetta sé vegna þess að Facebook taki það ekki í mál að slík mynd sé notuð í auglýsingar sem birtar eru á samfélagsmiðlinum. Markaðsdeild Borgarleikhússins fjarlægði sígarettuna úr munnviki kóngsins með hjálp photoshop-forritsins. „Facebook virðist halda að við séum einhver búlla á Íslandi sem er að auglýsa kynlíf og sígarettur og hafa engan tíma fyrir slíkan ólifnað,“ sagði Pétur Rúnar Heimisson, markaðsstjóri Borgarleikhússins í samtali við Fréttablaðið. Leikhúsið hefur lent í því að vera bannað að auglýsa leiksýningar og fékk viðvörun um að síða þeirra væri komin á svartan lista. Viðbrögð við þessari tilkynningu Bubba er afdráttarlaus og á einn veg. Fólk furðar sig á þessu ofboði og telur að um sé að ræða sögufölsun á forsendum gengdarlausrar forræðishyggju. Þannig segir til dæmis formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir við það tækifæri: „Meira ruglið“.
Samfélagsmiðlar Leikhús Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira