Uppfært: Umrætt uppistand verður þann 14. maí. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Ari Eldjárn mun koma fram með uppistand í beinni útsendingu á YouTube í kvöld og það með mörgum af bestu grínistum heims.
Útsendingin verður aðgengilega á YouTube-síðunni Komedia Live og verður hægt að styðja við bakið á samtökunum Læknar án landamæra í útsendingunni.
Meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Eddie Izzard, Schalk Bezuidenhout, Conrad Koch, Dave Hill, Sam Morrison og fleiri.
Útsendingin hefst klukkan 19:00 að íslenskum tíma.