Lífið

Vilhelm Neto tekst á við danskvíða í nýju myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
LL_myndband

„Hafa ekki flestir upplifað danskvíða?,“ segir Einar Lövdahl, annar helmingur tvíeykisins LØV & LJÓN, sem sendir í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Svífum. Lagið er að finna á plötu tvíeykisins, Nætur, sem kom út undir lok síðasta árs.

„Lagið er innblásið af þeirri tilfinningu — óttanum við að vera neyddur til að dansa — og fjallar í raun um það að fara út fyrir þægindarammann fyrir þann sem maður elskar.“

Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Vilhelm Neto fer með aðalhlutverk í myndbandinu.

„Við erum stóraðdáendur Villa Neto og sketsanna hans. Eftir að hann birti dansskets um íslensku krónuna fyrir um ári sendi Egill [Jónsson, hinn helmingur LØV & LJÓN] mér sketsinn og sagðist vilja fá Villa til að stíga jafn trylltan dans í tónlistarmyndbandi. Fáeinum dögum síðar tísti Villi um að hann langaði svo að leika í tónlistarmyndbandi og þá gátum við ekki annað en borið hugmyndina undir hann — og við sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Maðurinn hefur senuþjófnað að aðalstarfi,“ segir Einar en það var Egill Jónsson annar meðlimur í LØV & LJÓN sem leikstýrði myndbandinu.

Klippa: Vilhelm Neto tekst á við danskvíða í nýju myndbandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.