Tinder fær heljarinnar uppfærslu í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 08:37 Einhleypingar á Tinder munu þurfa að hafa sig til áður en þeir opna forritið í sumar. vísir/getty Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum. Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum.
Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira