Lúsífer Kvaran Starri Reynisson skrifar 6. maí 2020 08:00 Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Mannanöfn Starri Reynisson Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af nöfnum sem mannanafnanefnd íslenska ríkisins þykja ekki þóknanleg. Bæði er foreldrum meinað að nefna börn sín að vild og fólki bannað að ráða eigin nafni á fullorðinsárum. Þetta þykir mér bæði mikil og óþörf skerðing á frelsi einstaklingsins. Nafn manneskju er innilega persónulegt, hvort sem um er að ræða eiginnafn, millinafn eða kenninafn. Nafngjöf foreldra til barns og ákvörðun fullorðins einstaklings að breyta sínu nafni eru hvort tveggja persónulegar ákvarðanir sem koma öðrum hreinlega ekki við. Afskipti ríkisins af svo persónulegum ákvörðunum eru illréttlætanleg. Þar ættu hefðir að gilda einu, líkt og við aðrar álíka persónulegar ákvarðanir eins og klæðaburð. Góðar hefðir eru lífseigar og þurfa ekki sérstaka vernd, lopapeysur og þjóðbúningar lifa ágætu lífi án afskipta ríkisnefndar og ég hef fulla trú á því að íslenskar nafnahefðir myndu gera það líka. Það að banna nöfn vegna ótta við stríðni er svo hámark forræðishyggjunnar. Nýverið var nafninu Lúsífer til dæmis hafnað, ekki í fyrsta skipti, vegna þess að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það gæti orðið nafnbera til ama. Ég velti því fyrir mér hvort nöfnunum Sauron, Melkor, Svarthöfði eða Voldemort yrði hafnað á sömu forsendum? Hvað þá með þegar rótgróin nöfn eins og Þengill og Katla? Í æsku var ég sjálfur talsvert hræddari við þau en nokkurn tímann Lúsífer. Burtséð frá því hvort verið sé að gera upp á milli uppskáldaðra illmenna þá er þetta eineltisvarnahlutverk mannanafnanefndar óþarft. Það eru fjölmörg dæmi um að „venjuleg“ nöfn valdi nafnbera talsverðum ama. Vilji eitthvert foreldri þess fyrir utan raunverulega skíra barnið sitt Hitler Sataníus Vondikall, Voldemort Svarthöfði Zedong eða Lúsífer Kvaran þá ætti það frekar heima hjá barnavernd, eigi opinber afskipti yfir höfuð að vera til staðar. Velji fullorðinn einstaklingur hins vegar að ganga undir slíku nafni ætti viðkomandi eingöngu að þurfa að eiga það við sjálfan sig. Höfundur er forseti Uppreisnar. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun