Fjölga þarf fjárfestum Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2019 21:00 Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“ Markaðir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“
Markaðir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira