Innlent

„Takk Sýslumaðurinn í Kópavogi“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Árlegt áramótaball Páls Óskars mun fara fram á skemmtistaðnum Spot á morgun en síðustu tvo daga hefur ríkt óvissa um ballið eftir að vínveitingaleyfi skemmtistaðarins rann út.

Þann 28. desember var skellt í lás á Spot og handskrifaður miði hengdur á hurðina en þar stendur að vegna óviðráðanlegra aðstæðna  sé lokað fram á mánudag. Leyfið til að selja áfengi rann út  19. desember.

Þegar fréttastofu bar að garði til að leita svara var eigandi staðarins ekki viðstaddur en starfsmaður tilkynnti fréttastofu að vínveitingaleyfið væri komiðí hús.  

„Sýslumaðurinn í Kópavogi er búnn  að gefa Spot vínveitingaleyfi tímabundið og það er ekki Árna á Spot að þakka. Það er ólíðandi að vinna undir svoleiðis kringumstæðum að allt heila tónleikahaldið sé undir einhverri fallöxi út af einhverjum leyfisveitingum. Ég get varla unnið undir svona kringumstæðum, en leyfið er komið og það verður ball. Við getum fagnað áramótunum. Takk Sýslumaðurinn í Kópavogi fyrir að bjarga ballinu,“ sagði Páll Óskar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×