Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 14:59 Bjarni í Kryddsíld Stöðvar 2. Í bakgrunni sést spegilmynd Loga Einarssonar. Stöð 2 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi. Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. Þetta sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst minna en í nýútkominni könnun Maskínu, eða 17,6 prósent. Samfylkingin mælist þar stærst, eða með 19 prósenta fylgi. Munurinn á flokkunum er þó ómarktækur, með tilliti til skekkjumarka. „Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á sautján árum í stjórnmálum, þá er það að þessar kannanir segja ekkert,“ segir Bjarni. Hann telji frekar að kannanir sem þessi gefi vísbendingu um tilfinningu kjósenda fyrir ástandinu eins og það birtist nákvæmlega á þessum tímapunkti. Hann segir þrátt fyrir það, að tölurnar séu ekkert fagnaðarefni fyrir hann og hans flokk. „Auðvitað er maður ekkert glaður að sjá svona könnun, ég ætla ekkert að draga fjöður yfir það.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur niðurstöðurnar benda til þess að breytingar séu mögulegar á vettvangi stjórnmálanna. „Umbótaflokkarnir í stjórnarandstöðu, Samfylking, Píratar og Viðreisn, eru samkvæmt þessu með 47 prósenta fylgi. Það er hægt að breyta, og við þurfum að breyta,“ segir Logi. Hann telur að leggja þurfi aukna áherslu á alþjóðasamvinnu, vinna að breytingum á stjórnarskrá Íslands og „leggja nýjar línur í auðlindastefnu okkar.“ „Mér finnst þetta sýna okkur, að það er hægt að gera þetta.“Kryddsíldin er í beinni útsendingu á Stöð 2 til klukkan 16:00, en að þætti loknum birtist hún í heild sinni hér á Vísi.
Alþingi Kryddsíld Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei verið minna. 31. desember 2019 12:15