Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 17:15 „Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni. Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
„Núna er árið á enda runnið og við erum ennþá hrædd um framtíð okkar .Þið hafið eytt tíma í orð, en takmarkaðar aðgerðir. Og ég spyr ykkur: Ætlið þið að grípa til þeirra aðgerða og verja því fjármagni sem að sérfræðingar á vegum SÞ og vísindamenn hafa sagt nauðsynlegar til að lífríki jarðarinnar eigi sér farsæla framtíð?“ Svona hljómaði spurningin sem Þorgerður María Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Ungra umhverfissinna, varpaði til formanna Alþingisflokkanna í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Fréttastofa veitir árlega viðurkenningu fyrir mann ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, en að þessu sinni hlutu ungir loftslagsaðgerðasinnar nafnbótina Menn ársins 2019. Í kjölfarið sköpuðust í setti miklar umræður milli formanna flokkanna, sem flestir höfðu sitthvað um málið að segja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti þá á að sitjandi ríkisstjórn hennar væri sú fyrsta til þess að setja fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Fjallaði hún þar sérstaklega um orkuskipti í samgöngum og kolefnisbindingu. „Ég vil nú segja það, kannski af því að ég er bjartsýnismanneskja í eðli mínu, og sat Parísarfundinn 2015 þar sem Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann og skuldbatt sig til að grípa til tiltekinna aðgerða. Nú erum við að sjá þessar aðgerðir, það mun ný aðgerðaráætlun líta ljós á nýju ári,“ sagði Katrín. „Við erum, já, að hlusta á vísindin. Við erum að stórauka framlög til þessa málaflokks og forgangsraða með breyttum hætti. Við erum að sjá atvinnulífið setja sér markmið sem mér finnst vera mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort hún væri ánægð með framlag íslenskra stjórnvalda til loftslagsmála á árinu sem senn líður undir lok sagði hún enga ríkisstjórn hafa staðið sig betur í málaflokknum heldur en þá sem nú situr. „Ég er ánægð með það sem við höfum gert, en það er hins vegar ný áætlun á leiðinni. Ég er líka meðvituð um það að við þurfum að setja okkur raunhæf markmið, og ná árangri í því sem við erum að gera. Það er bara vegferð, það er alltaf hægt að gera betur. Þeirri spurningu get ég svarað játandi.“Sjá einnig: Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofuBjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum og sagðist telja að mögulega þyrfti Ísland að skoða loftslagsmálin í stærra samhengi. „Við Íslendingar ættum kannski að fara að beita rödd okkar betur til þessa að þrýsta á þá sem eru mun stærri og alvarlegri skaðvaldar hvað þetta snertir,“ sagði Bjarni. Hann bætti við að spenna í alþjóðaviðskiptum milli Bandaríkja og Kína, meðal annarra. Sú spenna gæti grafið undan árangri í loftslagsmálum. „Þar geta ákvarðanir einstakra manna haft hundraðföld áhrif miðað við það sem við getum mögulega gert hér á Íslandi, jafnvel þó að við ætlum að gera allt það sem til okkar friðar heyrir.“ „Þið eruð ekki búin að gera nóg“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur að ekki sé búið að gera nóg í málaflokknum. „Þó að ríkisstjórnarflokkarnir vilji ekki hlusta endilega á krakkana, þá eru skilaboðin skýr. Þið eruð ekki búin að gera nóg,“ sagði Þorgerður og sagði Ísland hlutfallslega losa mest allra Norðurlandanna, sé litið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Þorgerður sagði Evrópusambandið, þrátt fyrir að taka ekki fullkomlega á loftslagsmálum, standa sig mun betur en Bandaríkjamenn. Því næst sagðist hún merkja að ríkisstjórnin hér á landi færði sig nær Bandaríkjamönnum í þessum efnum. „Við erum ekki eyland, við getum ekki leyst þessi mál ein og þá er eins gott að við tengjumst tryggðaböndum þeim þjóðum, Norðurlandaþjóðum, Evrópuþjóðum, hvort sem það yrði í gegn um Evrópusambandið, auðvitað kysi ég það, eða með öðrum hætti, sem raunverulega taka þessi mál af festu.“ Umræðan „fáránleg“ Sigurður Ingi gaf lítið fyrir umræðuna um loftslagsmál, en orð eins og „fáránleg“ og „þvæla“ komu upp í því samhengi. „Leiðtogaþjóð Evrópusambandsins, Þýskaland, er núna að loka kjarnorkuverum en fjölga kolaverum. Þeir hefðu náttúrulega átt að gera hið gagnstæða. Ef að loftslagsvá heimsins væri algjörlgea fólgin í því sem að Ísland gerði, þá værum við í góðum málum,“ sagði Sigurður Ingi, og benti máli sínu til stuðnings á að orkunotkun Íslendinga byggði að stórum hluta á endurnýjanlegri orku. Í spilaranum hér að ofan má sjá loftslagsmálaumræður úr Kryddsíldinni í heild sinni.
Alþingi Kryddsíld Loftslagsmál Tengdar fréttir Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15