Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2019 10:00 Arnar Svein Geirsson er pistlahöfundur ársins. Hann á þann pistil sem naut mestrar athygli á árinu 2019 og einnig þann sem situr í tíunda sæti lista. Viðhorfsgreinar í fjölmiðlum halda sínu þrátt fyrir ofgnótt skoðana og tjáningar sem streyma í stríðum straumum á samfélagsmiðlum. Nú í lok árs er vert að skoða hvaða pistlar það voru sem vöktu mesta athygli á Vísi. Lestrarmælingar leiða í ljós að pistlaformið nýtur mikilla vinsælda. Hér verður tæpt á efni þeirra tíu sem mest voru lesnir en þá má nálgast í heild sinni með því að smella á tengla sem eru fléttaðir í fyrirsagnir þeirra. Vísir mælir að sjálfsögðu með því að fólk lesi þá pistla sem mesta athygli vöktu. Einhver spakur sagði að hið eina sem við getum verið viss um í þessu lífi er dauðinn. Og það er einmitt efni pistilsins sem naut mestrar athygli á Vísi á því ári sem senn líður í aldanna skaut. Hann er á toppi lista yfir mest lesnu pistla ársins. Um er að ræða afmæliskveðju frá syni til móður en í ljós kemur að hún dó þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. „55 ára gömul. Þú værir 55 ára gömul í dag ef þú værir á lífi, elsku mamma. Afmælisdagurinn þinn, eins og aðrir dagar sem minna mig mikið á þig, eru alltaf aðeins erfiðari en hinir dagarnir. Stundum hafa þeir verið óbærilegir og stundum hafa þeir verið í móðu. Ég hef oftar en ekki óttast þessa daga. Það breyttist svo mikið þegar þú fórst. Hlutir sem ég hélt að myndu aldrei breytast. Og það er svo margt sem hefði getað orðið, sem aldrei varð.“ Þannig hefst pistill Arnars Sveins Geirssonar sem birtist 15. júlí og er eftirtektarverður: „En þar sem þetta er nú einu sinni afmælisdagurinn þinn, hvað myndum við gera ef ég fengi einn afmælisdag með þér í viðbót? Það er auðvitað margt sem breytist þegar mamma manns fellur frá, sérstaklega þegar maður er 11 ára gamall. Mikið af því er augljóst en svo er annað sem er ekki jafn augljóst. Ein erfiðasta breytingin sem ég upplifði var ekki endilega ein af þessum augljósu. Það var sama hvað tímanum og árunum leið, ég vandist henni seint og illa. Þessi breyting var eitt orð. Eitt orð sem við notum flest margoft á degi hverjum. Orð sem er fyrsta orðið sem margir segja sem ungabörn og nota svo oft á dag, alla daga þar á eftir. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Mamma.“ Niðurstaða Arnars Sveins er sú að lífið sé dagurinn í dag. Lífið er núna. „Í dag mun ég þess vegna skála. Skála fyrir mömmu. Skála fyrir því að ég ætla að gera mitt besta til að lifa hvern dag eins og hann sé þessi auka afmælisdagur. Að reyna að nýta hverja sekúndu til að kynnast lífinu sem allra best og elska fólkið í kringum mig.“ Fólk gerði margt vitlausara við tíma sinn en að lesa vinsælasta pistil ársins – þessa ágætu áminningu. 2. Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar pistil sem birtist 7. júlí og ber þessa forvitnilegu yfirskrift. Staðhæfingu sem í sjálfu sér er engin ástæða til að mótmæla. En, þarna hangir vitaskuld meira á spýtunni. Þetta er sá pistill sem naut næst mestrar athygli á árinu. Anna-Bryndís segir í pistlinum þar sagða sögu af því hvernig hún lærði að elska brjóstin sín. Anna-Bryndís spyr af brjóst kvenna megi ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? „Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað.“ Anna-Bryndís segir að á unglingsárum sínum í Þýskalandi hafi hún átt erfitt með að samþykkja líkama sinn, einu brjóstin sem hún sá voru í bíómyndum því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Það breyttist þegar hún fór í sund á Íslandi. Spurningin eða mórallinn í pistlinum er að sögn höfundur einfaldlega: „Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir?“ 3. Kona sem hræðist karla Sá pistill sem situr í þriðja sæti yfir mesta lesnu pistla ársins kallast á við þann sem er í öðru sætinu. Sunna Dís Jónasdóttir fjallar um óttann sem margar konur upplifa í nútímasamfélagi hvar kynferðisglæpamenn ganga lausir. „Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama.“ Þannig hefst pistillinn sem birtist fyrir um mánuði eða 19. nóvember. Sunna Dís fjallar um ótta sem margar konur finna til í samfélagi hvar kynferðisbrotamenn ganga lausir í pistli sem vakti mikla athygli. Í ljós kemur að systir Sunnu Dísar var óhult. „Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa.“ En þá rennur upp fyrir höfundi að hún óttast karlmenn. Hún rifjar upp að þegar hún var unglingur bar hún út Morgunblaðið í fimm ár. Eins og bekkjarfélagi hennar. Á daginn kom að hún var skelfingu lostin meðan hann taldi sig ekki hafa neitt að óttast. „Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar.“ 4. Tómhentur af fæðingardeild Sá pistill sem situr í fjórða sæti yfir mest lesnu pistla ársins birtist 29. október og höfundur hans er Haukur Örn Birgisson. Pistillinn er að ljóðrænn, einlægur og harmrænn, allt í senn, en þar lýsir höfundur því þegar hann og kona hans upplifðu fósturlát. Eitt einkenni þeirra pistla sem nutu mestrar athygli er að margir þeirra voru persónulegir og það er pistill Hauks Arnars sannarlega. „Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu.“ Haukur Örn er harmi lostinn og nefnir allt það sem hann hefði viljað gera með drengjunum sem dóu áður en þeir fengu að kynnast lífinu. „Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra.“ 5. Hvaðan komu 650 þúsund milljónir? Í fimmta sæti eru þeir pistlahöfundar sem voru á toppi lista í fyrra, þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson en pistill undir þessari yfirskrift frá þeim birtist 9. september. Ásthildur Lóa er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR en þau ganga að stórum lesendahópi vísum. Þau hafa sýnt og sannað með skrifum sínum að langar og ítarlegar greinar er ekkert endilega eitthvað sem lesendur á netinu setja fyrir sig að lesa. Þau taka líka fast um penna, tala enga tæpitungu. Umfjöllunarefni þeirra er sem svo oft áður staða lántakenda húsnæðiskaupenda. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór eiga traustan lesendahóp, pistlar þeirra vekja jafnan mikla athygli en í fyrra voru þau einmitt á toppi lista. „Staða þeirra sem misstu heimili sín eftir hrun er hræðileg. Auðvitað hefur fólki gengið misvel að fóta sig að nýju, en upp til hópa er þetta sama fólkið og er fast á leigumarkaði þar sem stóru leigufélögin leigja því „sömu“ eignirnar á okurprís og hirtar voru af „því sjálfu“, eignir sem „gammarnir“ fengu jafnvel á gjafverði.“ Þau Ásthildur Lóa og Ragnar velkjast ekki vafa um hverjir eru sökudólgarnir. Nefnilega bankarnir. „Það er staðreynd að hagnaður bankanna byggir á hruni heimila landsins!“ Greinarhöfundar telja það mikið ranglæti að þjóðin taki á sig „skaðann af skelfilegum aðgerðum og lögbrotum ráðamanna sem hafa gróflega misfarið með vald sitt. Hagnaður þessara lögbrota liggur inni í bönkunum og þangað þarf að sækja hann svo hann lendi ekki með fullum þunga á ríkissjóði sem er óumflýjanlegt að gerist áður en langt um líður.“ Í lok greinar árétta þau kröfugerð sína: „Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!“ 6. Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Sjötti mest lesni viðhorfspistill ársins er eftir Hrönn Sveinsdóttur sem ritar opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Það birtist 12. apríl og Hrönn grípur lesandann traustataki enda erindið brýnt: „Kæra Svandís Svavarsdóttir. Ég skrifa þér þetta bréf af því mér er gjörsamlega misboðið en mig grunar að flestir í minni stöðu væru svo bugaðir á sál og líkama að þeir gætu ekki komið hugsunum sínum í orð. Þannig er daglegt líf okkar orðið að baráttu um að halda einhverjum eðlileika. Þokan í kringum það er svo þykk, að maður treystir sér ekki einu sinni til að lýsa því hvað gengur á inni í þessu skýi. Ellefu ára dóttir okkar er geðveik. Ég segi það bara til þess að einfalda og spara plássið fyrir skilgreiningarnar á því hvað hún hefur verið greind með í gegnum tíðina, en ferlið hefur spannað frá því að hún var fimm ára og bráðgreind, þrjósk og sérstök stúlka yfir í að fá hvorki lengur skólavist né meðferð á Íslandi.“ Hrönn Sveinsdóttir hefur víða rekist á veggi, kerfið virðist ekki aðgengilegt né búa yfir úrræðum fyrir dóttur hennar sem stríðir við andleg veikindi. Hrönn lýsir þá hremmingum sínum og fjölskyldunnar en hún rekst víðast hvar á veggi; kerfið er samt við sig. Pistillinn endar á spurningu: „Því spyr ég þig, Svandís, er það „geðveikisleg“ tilætlunarsemi að einhverf stúlka fái ráðgjöf og stuðning einhverfuráðgjafa sem sérhæfir sig í einhverfu stúlkna? Er það hluti af vestrænu velferðarsamfélagi á 21. öldinni að foreldrar séu vinsamlegast beðnir um að „geyma“ geðveik börn sín í nokkrar vikur þar til einhver biðlistafundur á sér stað?“ 7. Skiptastjóri frá helvíti í boði Arion banka Viðhorfspistillinn sem situr í sjöunda sæti á lista ber þessa krassandi fyrirsögn. Það er Ólafur Hauksson sem ritar og birtist grein hans 24. apríl. Ólafur kann að halda um penna, grein hans er ágætlega löng en höfundur heldur lesendum við efnið. Sem er aðför Arion banka, að mati höfundar, að fyrirtækinu Sigurplasti. Ólafur telur bankann hafa gengið hart og ósæmilega fram gegn fyrirtækinu. Fantaskapur er orðið sem höfundur notar. „Mælikvarði Arion banka á vanhæfi skiptastjóra er vægast sagt sérkennilegur. Bankinn telur annan skiptastjóra WOW vanhæfan vegna þess að sem lögmaður stendur hann í málaferlum gegn dótturfélagi bankans. Í þrotabúi Sigurplasts var Arion banki ekki jafn smámunasamur gagnvart vali á skiptastjóra. Ólafur talar enga tæpitungu þegar hann lýsir viðskiptum Arion banka og Sigurplasts. Fantaskapur og fúlmennska. Sá hafði unnið fyrir eigendur Arion í tugum mála og hafði mikla atvinnuhagsmuni vegna þess. Hann hafði mikla hagsmuni tengda bankanum. En fyrir vikið taldist hann fullkominn í þau skítverk sem fyrir lágu af hálfu bankans gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts.“ Svo hefst pistillinn og eftir að Ólafur hefur lýst förum eigenda fyrirtækisins ekki sléttum slær endar höfundur greinina á jafn kröftugan hátt og hún hefst: „Fantaskapurinn í atlögunni að þeim Jóni Snorra og Sigurði er fádæmalaus og ömurlegt til þess að vita að meinfýsnir hrokagikkir í Arion banka hafi eins og hendi væri veifað getað dælt 50 milljónum króna í það verkefni. Glæpamenn verða eins og kórdrengir í samanburði. Þeir starfa jú utan ramma laganna. Skiptastjórinn og Arion banki störfuðu í skjóli laganna. 8. Hlandfýlan Pistillinn sem er í áttunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu kemur úr allt annarri átt og snýr að persónulegri málefnum og hversdagslegri athöfnum en þeim að slagsmál við skiptastjóra banka mega teljast. Hún er eftir Gunnar Örn Ingólfsson og birtist 19. ágúst. Sennilega er hér um frumlegasta pistilinn sem kemst á topp tíu lista. Þar hvetur höfundur karlmenn til að pissa sitjandi. Gunnar Örn bauð upp á einn frumlegasta pistilinn sem bar fyrir augu lesenda á árinu. Heróp til kynbræðra að þeir pissi sitjandi. Gunnar Örn fer vandlega í saumana á þessu og finnur á ýmsa fleti sem ef til vill ekki allir hafa leitt huga að. „Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi,“ segir meðal annars í þessari grein þar sem Gunnar Örn les kynbræðrum sínum pistilinn. 9. Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Listi yfir viðhorfspistla eru ágætis barómeter yfir það sem er fólki ofarlega í huga en efni pistlanna þeirra sem mest eru lesnir eru ekkert endilega í takti við það sem tröllríður fréttatímum hverju sinni. Fyrirsögn pistilsins sem situr í níunda sæti er forvitnileg en höfundur er Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Skrifin birtust 24. október en Hulda Ragnheiður, sem er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), telur að til að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þurfi „að fjalla um konur og nafngreina þær“. Hulda Ragnheiður vill að konur séu nefndar oftar á nafn í fjölmiðlum. Hulda Ragnheiður gerir sér mat úr efni sem birtist í Facebookhópi þar sem finna má skjáskot úr fjölmiðlum og eiga að vera til marks um að körlum sé hampað. Þeir eru nefndir til sögunnar í myndatextum konur ekki. „Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.“ Hulda Ragnheiður vill að tekið verði á þessu og segir: „Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna?“ 10. Söknuður Arnar Sveinn Geirsson á bæði pistilinn sem situr í toppsætinu sem og því tíunda. Sem hlýtur að gera hann að pistlahöfundi ársins. Þessi birtist 17. nóvember og enn lýsir Arnar Sveinn söknuði vegna ótímabærs fráfalls móður sinnar og tilfinningum sem því tengjast. „Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall,“ segir Arnar Sveinn og lýsir því þegar pabbi hans kemur heim til að segja honum að mamma hans „kæmi aldrei aftur heim af spítalanum.“ Arnar Sveinn lýsir tilfinningum sem hann upplifði og hvernig hann lokaði á þær. Það var svo þegar hann var staddur í Sydney að hann brotnar niður. „Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar.“ Niðurstaða Arnars Sveins er að það megi sakna. „Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna.“ Sem hlýtur að teljast viðeigandi og góður boðskapur nú um hátíðirnar þegar margir sakna horfinna ástvina sinna. Fréttir ársins 2019 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Viðhorfsgreinar í fjölmiðlum halda sínu þrátt fyrir ofgnótt skoðana og tjáningar sem streyma í stríðum straumum á samfélagsmiðlum. Nú í lok árs er vert að skoða hvaða pistlar það voru sem vöktu mesta athygli á Vísi. Lestrarmælingar leiða í ljós að pistlaformið nýtur mikilla vinsælda. Hér verður tæpt á efni þeirra tíu sem mest voru lesnir en þá má nálgast í heild sinni með því að smella á tengla sem eru fléttaðir í fyrirsagnir þeirra. Vísir mælir að sjálfsögðu með því að fólk lesi þá pistla sem mesta athygli vöktu. Einhver spakur sagði að hið eina sem við getum verið viss um í þessu lífi er dauðinn. Og það er einmitt efni pistilsins sem naut mestrar athygli á Vísi á því ári sem senn líður í aldanna skaut. Hann er á toppi lista yfir mest lesnu pistla ársins. Um er að ræða afmæliskveðju frá syni til móður en í ljós kemur að hún dó þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. „55 ára gömul. Þú værir 55 ára gömul í dag ef þú værir á lífi, elsku mamma. Afmælisdagurinn þinn, eins og aðrir dagar sem minna mig mikið á þig, eru alltaf aðeins erfiðari en hinir dagarnir. Stundum hafa þeir verið óbærilegir og stundum hafa þeir verið í móðu. Ég hef oftar en ekki óttast þessa daga. Það breyttist svo mikið þegar þú fórst. Hlutir sem ég hélt að myndu aldrei breytast. Og það er svo margt sem hefði getað orðið, sem aldrei varð.“ Þannig hefst pistill Arnars Sveins Geirssonar sem birtist 15. júlí og er eftirtektarverður: „En þar sem þetta er nú einu sinni afmælisdagurinn þinn, hvað myndum við gera ef ég fengi einn afmælisdag með þér í viðbót? Það er auðvitað margt sem breytist þegar mamma manns fellur frá, sérstaklega þegar maður er 11 ára gamall. Mikið af því er augljóst en svo er annað sem er ekki jafn augljóst. Ein erfiðasta breytingin sem ég upplifði var ekki endilega ein af þessum augljósu. Það var sama hvað tímanum og árunum leið, ég vandist henni seint og illa. Þessi breyting var eitt orð. Eitt orð sem við notum flest margoft á degi hverjum. Orð sem er fyrsta orðið sem margir segja sem ungabörn og nota svo oft á dag, alla daga þar á eftir. Ég hafði enga hugmynd um hversu mikilvægt þetta orð var mér, þrátt fyrir að nota það öllum stundum. Mamma.“ Niðurstaða Arnars Sveins er sú að lífið sé dagurinn í dag. Lífið er núna. „Í dag mun ég þess vegna skála. Skála fyrir mömmu. Skála fyrir því að ég ætla að gera mitt besta til að lifa hvern dag eins og hann sé þessi auka afmælisdagur. Að reyna að nýta hverja sekúndu til að kynnast lífinu sem allra best og elska fólkið í kringum mig.“ Fólk gerði margt vitlausara við tíma sinn en að lesa vinsælasta pistil ársins – þessa ágætu áminningu. 2. Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar pistil sem birtist 7. júlí og ber þessa forvitnilegu yfirskrift. Staðhæfingu sem í sjálfu sér er engin ástæða til að mótmæla. En, þarna hangir vitaskuld meira á spýtunni. Þetta er sá pistill sem naut næst mestrar athygli á árinu. Anna-Bryndís segir í pistlinum þar sagða sögu af því hvernig hún lærði að elska brjóstin sín. Anna-Bryndís spyr af brjóst kvenna megi ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? „Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað.“ Anna-Bryndís segir að á unglingsárum sínum í Þýskalandi hafi hún átt erfitt með að samþykkja líkama sinn, einu brjóstin sem hún sá voru í bíómyndum því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Það breyttist þegar hún fór í sund á Íslandi. Spurningin eða mórallinn í pistlinum er að sögn höfundur einfaldlega: „Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir?“ 3. Kona sem hræðist karla Sá pistill sem situr í þriðja sæti yfir mesta lesnu pistla ársins kallast á við þann sem er í öðru sætinu. Sunna Dís Jónasdóttir fjallar um óttann sem margar konur upplifa í nútímasamfélagi hvar kynferðisglæpamenn ganga lausir. „Í síðustu viku hafði systir mín ákveðið að fara á Tinder stefnumót með manni sem hún hafði einungis talað við í rúma viku. Þetta stefnumót átti að endast eina sundferð en ílengdist í næstum tvo sólarhringa, fjölskyldunni og vinum til mikils ama.“ Þannig hefst pistillinn sem birtist fyrir um mánuði eða 19. nóvember. Sunna Dís fjallar um ótta sem margar konur finna til í samfélagi hvar kynferðisbrotamenn ganga lausir í pistli sem vakti mikla athygli. Í ljós kemur að systir Sunnu Dísar var óhult. „Öll þessi atriði samanlögð urðu að mikilli geðshræringu, skiljanlega þar sem hún var að fara hitta ókunnugan útlenskan mann, sem hún kvað búsettan hér til margra ára. Saklaust Tinder stefnumót, sem gekk það vel að það endist í nánast tvo sólarhringa.“ En þá rennur upp fyrir höfundi að hún óttast karlmenn. Hún rifjar upp að þegar hún var unglingur bar hún út Morgunblaðið í fimm ár. Eins og bekkjarfélagi hennar. Á daginn kom að hún var skelfingu lostin meðan hann taldi sig ekki hafa neitt að óttast. „Ég held að á þessum tímapunkti hafi ég fyrst áttað mig á að við búum ekki í sama veruleika. Ég er kona sem óttast karla, og af ástæðu. Það sem ógnar mest lífi kvenna eru karlmenn, það sem ógnar lífi flestra karla eru hjartasjúkdómar.“ 4. Tómhentur af fæðingardeild Sá pistill sem situr í fjórða sæti yfir mest lesnu pistla ársins birtist 29. október og höfundur hans er Haukur Örn Birgisson. Pistillinn er að ljóðrænn, einlægur og harmrænn, allt í senn, en þar lýsir höfundur því þegar hann og kona hans upplifðu fósturlát. Eitt einkenni þeirra pistla sem nutu mestrar athygli er að margir þeirra voru persónulegir og það er pistill Hauks Arnars sannarlega. „Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu.“ Haukur Örn er harmi lostinn og nefnir allt það sem hann hefði viljað gera með drengjunum sem dóu áður en þeir fengu að kynnast lífinu. „Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra.“ 5. Hvaðan komu 650 þúsund milljónir? Í fimmta sæti eru þeir pistlahöfundar sem voru á toppi lista í fyrra, þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson en pistill undir þessari yfirskrift frá þeim birtist 9. september. Ásthildur Lóa er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR en þau ganga að stórum lesendahópi vísum. Þau hafa sýnt og sannað með skrifum sínum að langar og ítarlegar greinar er ekkert endilega eitthvað sem lesendur á netinu setja fyrir sig að lesa. Þau taka líka fast um penna, tala enga tæpitungu. Umfjöllunarefni þeirra er sem svo oft áður staða lántakenda húsnæðiskaupenda. Ásthildur Lóa og Ragnar Þór eiga traustan lesendahóp, pistlar þeirra vekja jafnan mikla athygli en í fyrra voru þau einmitt á toppi lista. „Staða þeirra sem misstu heimili sín eftir hrun er hræðileg. Auðvitað hefur fólki gengið misvel að fóta sig að nýju, en upp til hópa er þetta sama fólkið og er fast á leigumarkaði þar sem stóru leigufélögin leigja því „sömu“ eignirnar á okurprís og hirtar voru af „því sjálfu“, eignir sem „gammarnir“ fengu jafnvel á gjafverði.“ Þau Ásthildur Lóa og Ragnar velkjast ekki vafa um hverjir eru sökudólgarnir. Nefnilega bankarnir. „Það er staðreynd að hagnaður bankanna byggir á hruni heimila landsins!“ Greinarhöfundar telja það mikið ranglæti að þjóðin taki á sig „skaðann af skelfilegum aðgerðum og lögbrotum ráðamanna sem hafa gróflega misfarið með vald sitt. Hagnaður þessara lögbrota liggur inni í bönkunum og þangað þarf að sækja hann svo hann lendi ekki með fullum þunga á ríkissjóði sem er óumflýjanlegt að gerist áður en langt um líður.“ Í lok greinar árétta þau kröfugerð sína: „Við krefjumst Rannsóknarskýrslu heimilanna!“ 6. Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Sjötti mest lesni viðhorfspistill ársins er eftir Hrönn Sveinsdóttur sem ritar opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Það birtist 12. apríl og Hrönn grípur lesandann traustataki enda erindið brýnt: „Kæra Svandís Svavarsdóttir. Ég skrifa þér þetta bréf af því mér er gjörsamlega misboðið en mig grunar að flestir í minni stöðu væru svo bugaðir á sál og líkama að þeir gætu ekki komið hugsunum sínum í orð. Þannig er daglegt líf okkar orðið að baráttu um að halda einhverjum eðlileika. Þokan í kringum það er svo þykk, að maður treystir sér ekki einu sinni til að lýsa því hvað gengur á inni í þessu skýi. Ellefu ára dóttir okkar er geðveik. Ég segi það bara til þess að einfalda og spara plássið fyrir skilgreiningarnar á því hvað hún hefur verið greind með í gegnum tíðina, en ferlið hefur spannað frá því að hún var fimm ára og bráðgreind, þrjósk og sérstök stúlka yfir í að fá hvorki lengur skólavist né meðferð á Íslandi.“ Hrönn Sveinsdóttir hefur víða rekist á veggi, kerfið virðist ekki aðgengilegt né búa yfir úrræðum fyrir dóttur hennar sem stríðir við andleg veikindi. Hrönn lýsir þá hremmingum sínum og fjölskyldunnar en hún rekst víðast hvar á veggi; kerfið er samt við sig. Pistillinn endar á spurningu: „Því spyr ég þig, Svandís, er það „geðveikisleg“ tilætlunarsemi að einhverf stúlka fái ráðgjöf og stuðning einhverfuráðgjafa sem sérhæfir sig í einhverfu stúlkna? Er það hluti af vestrænu velferðarsamfélagi á 21. öldinni að foreldrar séu vinsamlegast beðnir um að „geyma“ geðveik börn sín í nokkrar vikur þar til einhver biðlistafundur á sér stað?“ 7. Skiptastjóri frá helvíti í boði Arion banka Viðhorfspistillinn sem situr í sjöunda sæti á lista ber þessa krassandi fyrirsögn. Það er Ólafur Hauksson sem ritar og birtist grein hans 24. apríl. Ólafur kann að halda um penna, grein hans er ágætlega löng en höfundur heldur lesendum við efnið. Sem er aðför Arion banka, að mati höfundar, að fyrirtækinu Sigurplasti. Ólafur telur bankann hafa gengið hart og ósæmilega fram gegn fyrirtækinu. Fantaskapur er orðið sem höfundur notar. „Mælikvarði Arion banka á vanhæfi skiptastjóra er vægast sagt sérkennilegur. Bankinn telur annan skiptastjóra WOW vanhæfan vegna þess að sem lögmaður stendur hann í málaferlum gegn dótturfélagi bankans. Í þrotabúi Sigurplasts var Arion banki ekki jafn smámunasamur gagnvart vali á skiptastjóra. Ólafur talar enga tæpitungu þegar hann lýsir viðskiptum Arion banka og Sigurplasts. Fantaskapur og fúlmennska. Sá hafði unnið fyrir eigendur Arion í tugum mála og hafði mikla atvinnuhagsmuni vegna þess. Hann hafði mikla hagsmuni tengda bankanum. En fyrir vikið taldist hann fullkominn í þau skítverk sem fyrir lágu af hálfu bankans gegn fyrrum aðaleigendum Sigurplasts.“ Svo hefst pistillinn og eftir að Ólafur hefur lýst förum eigenda fyrirtækisins ekki sléttum slær endar höfundur greinina á jafn kröftugan hátt og hún hefst: „Fantaskapurinn í atlögunni að þeim Jóni Snorra og Sigurði er fádæmalaus og ömurlegt til þess að vita að meinfýsnir hrokagikkir í Arion banka hafi eins og hendi væri veifað getað dælt 50 milljónum króna í það verkefni. Glæpamenn verða eins og kórdrengir í samanburði. Þeir starfa jú utan ramma laganna. Skiptastjórinn og Arion banki störfuðu í skjóli laganna. 8. Hlandfýlan Pistillinn sem er í áttunda sæti yfir þá mest lesnu á árinu kemur úr allt annarri átt og snýr að persónulegri málefnum og hversdagslegri athöfnum en þeim að slagsmál við skiptastjóra banka mega teljast. Hún er eftir Gunnar Örn Ingólfsson og birtist 19. ágúst. Sennilega er hér um frumlegasta pistilinn sem kemst á topp tíu lista. Þar hvetur höfundur karlmenn til að pissa sitjandi. Gunnar Örn bauð upp á einn frumlegasta pistilinn sem bar fyrir augu lesenda á árinu. Heróp til kynbræðra að þeir pissi sitjandi. Gunnar Örn fer vandlega í saumana á þessu og finnur á ýmsa fleti sem ef til vill ekki allir hafa leitt huga að. „Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi,“ segir meðal annars í þessari grein þar sem Gunnar Örn les kynbræðrum sínum pistilinn. 9. Kona Magnúsar skipstjóra skrifar Listi yfir viðhorfspistla eru ágætis barómeter yfir það sem er fólki ofarlega í huga en efni pistlanna þeirra sem mest eru lesnir eru ekkert endilega í takti við það sem tröllríður fréttatímum hverju sinni. Fyrirsögn pistilsins sem situr í níunda sæti er forvitnileg en höfundur er Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Skrifin birtust 24. október en Hulda Ragnheiður, sem er framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, M.sc. í fjármálum, bankastjórnun og alþjóðaviðskiptum og formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), telur að til að auka sýnileika kvenna í atvinnulífinu þurfi „að fjalla um konur og nafngreina þær“. Hulda Ragnheiður vill að konur séu nefndar oftar á nafn í fjölmiðlum. Hulda Ragnheiður gerir sér mat úr efni sem birtist í Facebookhópi þar sem finna má skjáskot úr fjölmiðlum og eiga að vera til marks um að körlum sé hampað. Þeir eru nefndir til sögunnar í myndatextum konur ekki. „Ágætis dæmi um það er mynd úr útgáfuteiti Lilju Sigurðardóttur rithöfundar, fyrr í þessum mánuði. Þar virðist sem blaðamanni hafi verið alls ókunnugt um hver Jónína Leósdóttir, blaðamaður og rithöfundur er. Nafnið hennar var ekki sett við myndina í upphafi, en þegar umfjöllun um hana hafði átt sér stað á fjölmiðlum var nafni hennar bætt við og stendur nú undir myndinni ásamt nöfnum Sigurjóns Kjartanssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar.“ Hulda Ragnheiður vill að tekið verði á þessu og segir: „Er ekki eðlilegt að konur séu nefndar með nafni og þeirra starfssvið tilgreint þegar það er viðeigandi, frekar en að þær séu frúr og fylgifiskar eiginmanna sinna?“ 10. Söknuður Arnar Sveinn Geirsson á bæði pistilinn sem situr í toppsætinu sem og því tíunda. Sem hlýtur að gera hann að pistlahöfundi ársins. Þessi birtist 17. nóvember og enn lýsir Arnar Sveinn söknuði vegna ótímabærs fráfalls móður sinnar og tilfinningum sem því tengjast. „Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall,“ segir Arnar Sveinn og lýsir því þegar pabbi hans kemur heim til að segja honum að mamma hans „kæmi aldrei aftur heim af spítalanum.“ Arnar Sveinn lýsir tilfinningum sem hann upplifði og hvernig hann lokaði á þær. Það var svo þegar hann var staddur í Sydney að hann brotnar niður. „Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar.“ Niðurstaða Arnars Sveins er að það megi sakna. „Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna.“ Sem hlýtur að teljast viðeigandi og góður boðskapur nú um hátíðirnar þegar margir sakna horfinna ástvina sinna.
Fréttir ársins 2019 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira