Hlandfýlan Gunnar Örn Ingólfsson skrifar 19. ágúst 2019 15:00 Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sem barni þá var mér fyrst kennt að sitja á klósettinu til að venjast af bleyjunni. Sem vaxandi ungum dreng, sem vildi sem fyrst verða að fullvaxta karlmanni, þá var mér kennt að standa upp og pissa. Hvergi var það rætt hvaða tilgangi þetta þjónaði eða hvort að það væri einhver afleiðing af þessari breytingu. Meira að segja móðir mín sagði ekkert, sem ég veit nú að þreif sífellt upp eftir mig og aðra þegjandi og þakkarlaust. Það voru þrír bræður, einn faðir og um fimm til tíu aðrir karlkyns vinir eða vandamenn sem pissuðu hvern einasta dag í sama klósettið. Líklega ekki margir sem gáfu því gaum hvort að klósettið, umliggjandi gólf eða veggir lyktuðu af hlandi eður ei. Mig grunar nú sterklega að mamma hafi þrifið hvert einasta kvöld, því ekki kom ég að klósettinu illa lyktandi á morgnanna. Þessa þegjandi þrautseigju á ég hreinlega erfitt með að skilja. Það tók mig nær 20 ár að uppgötva samhengi milli hlandfýlu og fjölda þrifa. Þessi þróun kom til vegna þess að ég fór sjálfur að sjá um þrifin á klósettinu sem ég notaði. Einhverju síðar benti góður vinur minn mér á að prufa að setjast á klósettið á meðan ég væri að pissa. Mér fannst það undarleg hugmynd og sá ég mig ekki fyrir mér gera slíkt, það var jú ekki karlmanna háttur. Sem þenkjandi einstaklingur varð ég hugsi yfir þessum viðbrögðum mínum og velti því fyrir mér hvort það væri partur af birtingarmynd karlmennskunnar að standa við þvaglát og fyllast stolti til að mynda yfir því að öðlast gott mið. Á endanum ákvað ég þó að prófa þetta og hef ég ekki pissað standandi síðan. Það eru einungis tvær kringumstæður sem kalla á það að ég pissi standandi; ef ég er utandyra og get pissað með vindinum (og græt nokkrum krókódílatárum í leiðinni vegna þess að ég veit að skórnir mínir munu án efa fá nokkra hlanddropa á sig) og ef ég er við þvagskál, eða klósett sem á vantar setu eða er svo illa útileikið að þrif setunnar þarf hanska. Nokkrir kostir þess að sitja og pissa: - Auðveldara að tæma blöðruna (vísindarannsókn hér að baki) - Sterkari þvagbuna (sama vísindarannsókn) - Aðdráttarafl jarðar hefur styttri tíma til að auka hröðun dropa - Þvagstraumur og dropar mynda minna rask á yfirborði vatns og minna endurkast - Hlandið helst neðar í skálinni, sem sturtast svo í burtu með vatni í stað þess að sitja á stöðum sem sturtun nær ekki til - Minnkar líkur þess að pissa á brún eða útfyrir - Auðveldara að slaka á í minni hlandfýlu - Aðrir sem nota klósettið og girnast ekki hlandlykt eða pissfruss eiga auðveldara með að eiga góða stund Með þessari grein vil ég hvetja þá karlmenn sem enn standa og pissa til að hugsa sinn gang. Sér í lagi þá sem ekki búa einir og deila salernisaðstöðu með öðrum, og sjá ekki um þrifin. Þó verð ég að segja að þeir karlmenn sem þrífa klósettið eftir sig og pissa standandi eru búnir að taka rökrétt skref í að leiðrétta ákveðið kynbundið óréttlæti. Hinsvegar hljótum við að sjá að rök leiða í þá átt að betra sé, félagslega, líkamlega og tilfinningalega að pissa sitjandi. Athugið, þjóðfélagsbreytingar sem þessar geta tekið tíma því breytingar eru okkur misauðveldar. Þó flestir okkar vilji meina að við séum rökverur, þá erum við víst með tilfinningar líka, þrátt fyrir tilhneigingu til afneitunar. Kæru íslensku karlmenn, væri ekki næs að vera bestir í heimi í þessu líka?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar