Lífið

Útsjónarsöm móðir lét systurnar alltaf leggja sig á aðfangadag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva Ruza lagði sig alltaf á aðfangadag.
Eva Ruza lagði sig alltaf á aðfangadag.

„Mamma mín lét okkur systurnar alltaf leggja sig á aðfangadag og ég held að það hafi aðallega verið út af því að hún vildi losna við okkur,“ segir Eva Ruza Miljevic um eftirminnilegustu jólaminninguna í jólaþætti Einkalífsins.

„Hlýjasta minningin sem ég á frá jólum er þegar við erum að vakna á aðfangadag eftir þennan síðdegislúr og erum að hlaupa niður. Þá er mamma í eldhúsinu og er að gera matinn.“

Hér að neðan má hlusta á jólasögu Evu Ruzu.

Hér fyrir neðan má sjá jólaþáttinn í heild sinni þar sem níu gestir greina frá eftirminnilegustu jólaminningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.