Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér.
Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir:
„Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“
Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku.
Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku.
Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum:
„Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“
Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars.
Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum.
Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar.
Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.
Höfundur er grunnskólakennari.

Lestur barna og ábyrgð foreldra
Skoðun

Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza
Kristján Þór Sigurðsson skrifar

Wybory/Election/Kosningar
Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar

Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins?
Þórir Garðarsson skrifar

Hlíðarendi – hverfið mitt
Freyr Snorrason skrifar

Rétturinn til að hafa réttindi
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Chamberlain eða Churchill leiðin?
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands
Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar

Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir
Sara María Júlíudóttir skrifar

Flug er almenningsssamgöngur
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1)
Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar

Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri
Steindór Ingi Kjellberg skrifar

Reykurinn sást löngu fyrir brunann!
Davíð Bergmann skrifar

Angist og krabbamein
Auður E. Jóhannsdóttir skrifar

Jens er rétti maðurinn í brúna!
Anton Berg Sævarsson skrifar

Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg
Stefán Guðbrandsson skrifar

Lukka Sjálfstæðisflokksins
Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Má skera börn?
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Aðför að menntakerfinu
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Er íslenska þjóðin að eldast?
Þorsteinn Þorsteinsson skrifar

Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk
Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar

Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands
Margrét Gíslínudóttir skrifar

Hvert fer kílómetragjaldið mitt?
Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar

Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar

Eyðileggjandi umræða
Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar

Lýðræðið sigrar
Snorri Ásmundsson skrifar

Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri
Stefán Ingi Arnarson skrifar

Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld
Bergur Hauksson skrifar

Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar