Mikil eftirspurn eftir magaaðgerðum vegna offitu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 22:00 Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu hefur aukist hér á landi. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar hátt í fimm hundruð skurðaðgerðir á maga vegna offitu en langflestar voru gerðar á einkastofum.Landlæknisembættið birti í vikunni greinargerð um bið eftir skurðaðgerðum. Þar má sjá að sérstakt átak, sem ráðist var í til að stytta bið eftir aðgerðum, hefur skilað árangri. Meðal annars þegar kemur að skurðaðgerðum á augasteinum. „Þetta biðlistaátak hefur í heild skilað miklum árangri því það hefur tekist að fjölga aðgerðum og þannig stytta biðlistana en hins vegar sjáum við líka að eftirspurn eftir ýmsum aðgerðum hefur aukist og því hefur aukinn aðgerðafjöldi ekki alltaf getað haldið í við þá þróun," segir Laura Scheving Thorsteinsson teymisstjóri úttekta hjá Landlæknisembættinu.Þannig hefur eftirspurn eftir aðgerðum vegna offitu aukist en í október voru eitt hundrað og fjörutíu á biðlista eftir offituaðgerðum. Skurðaðgerðir á maga vegna offitu eru annars vegar gerðar á Landspítalanum og hins vegar á einkastofum líkt og hjá Klíníkinni og Gravitas. Þeir sem fara í aðgerð á eigin vegum hjá einkastofu greiða fyrir aðgerðina sjálfir. Kostnaðurinn er allt frá einni komma tveimur milljónum króna og upp úr. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru gerðar 448 aðgerðir.Vísir/Hlynur Tölurnar sýna að fjögur hundruð fjörutíu og átta skurðaðgerðir á maga voru framkvæmdar á fyrstu níu mánuðum þessa árs en árið 2017 voru þær þrjú hundruð níutíu og sex. Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar hjá Klíníkinni eða tvö hundruð tuttugu og fjórar og hundrað fimmtíu og sjö hjá Gravitas. Þær voru aðeins sextíu og sjö á Landspítalanum. Löng bið er eftir skurðaðgerðum á maga vegna offitu hjá Landspítalanum.Vísir/Hlynur Bið eftir aðgerð á Landspítalanum var um fjörutíu og fjórar vikur. Þeir sem hins vegar fóru í aðgerð á einkastofu þurftu ekki að bíða nema sex vikur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira