Álitamál hversu langt á að ganga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 21:30 Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur. Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra segir álitamál hversu langt eigi að ganga í að festa rétt til fæðingarorlofs við annað hvort foreldrið. Þetta er eitt af því sem haft verður í huga þegar lenging fæðingarorlofsins verður útfærð. Alþingi samþykkti áður en þingmenn fóru í jólafrí að lengja fæðingarorlofið úr níu mánuðum í tólf mánuði í tveimur áföngum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu á lokasprettinum þar sem skiptar skoðanir voru á því hvernig útfæra ætti réttinn til fæðingarorlofs á milli foreldra. Ekki eru allir sáttir við að rétturinn sé að svo miklu leyti bundinn við hvort foreldri fyrir sig og færist ekki á milli þeirra. „Það er auðvitað þannig að þingið gerði ákveðnar breytingar á málinu og kannski svona í ljósi þess að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna núna, vegna þess að fæðingarorlofslöggjöfin verður tuttugu ára á næsta ári, og það er í gangi heildarendurskoðun. Þannig að þingið í rauninni sendir þau skilaboð inn í þá vinnu að við ætlum okkur að lengja á næsta ári þannig að það muni skiptast fjórir fjórir tveir. Það er að segja fjórir á sitt hvort foreldrið og tveir sem að fólk geti skipt á milli sín.,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra. „Síðan þessir tveir mánuðir sem á eftir að lengja, að þingið setur það í rauninni inn í þá endurskoðunarvinnu sem að núna er í gangi og við gerum ráð fyrir því að það komi frumvarp fram á vorþingi og með svona ákveðið verkefni að leiðarljósi að skoða það,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir að farið verði vel yfir hvernig skiptingin verður. „Ætlum við okkur að setja þá þannig að þetta verði fimm fimm tveir eða ætlum við okkur að enda í fjórir fjórir fjórir. Frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir fimm fimm tveir en síðan eru sjónarmið um að við séum kannski að ganga oft langt gagnvart til að mynda réttindum barna á móti og það þurfi að hafa meiri sameiginlegan rétt. Þó að það séu vissulega líka hagsmunir barna að fá tíma með sínum feðrum. Þannig að þetta verkefni og útfærslan á þessu er sett inn í þessa heildarendurskoðun,“ segir Ásmundur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira