Innvígt og innmúrað símtal Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 23. desember 2019 11:00 Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði grein í Morgunblaðið á laugardaginn vegna fréttar RÚV um samskipti hans við tvo af dómurum Landsréttar á meðan meiðyrðamál umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar á hendur honum var rekið fyrir réttinum. Samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu gildir sú regla að málsmeðferð fyrir dómi á að vera réttlát. Til að tryggja það verður dómstóll að vera sjálfstæður og óvilhallur. Hér er ekki nóg að dómstóll sé það í raun heldur verður hann að gefa það til kynna á öllum stigum málsmeðferðar og með ytri ásýnd sinni. Þessum reglum er meðal annars ætlað að tryggja að málsaðilar sitji við sama borð og að þeim sé ekki mismunað við málsmeðferðina. Með hliðsjón af þessum augljósu grundvallarreglum er ljóst að málsaðili setur sig ekki í samband við dómara til að ræða mál sitt einslega við hann. Það kom því mjög á óvart þegar það kom í ljós fyrir tilviljun að Jón Steinar hafði rætt málið í einkasamtölum við Hervöru Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar og Kristbjörgu Stephensen, dómsformann í málinu. Enn sérkennilegra er að þessir tveir dómarar Landsréttar skuli hafa ákveðið að halda þessum samtölum leyndum fyrir mér og umbjóðanda mínum. Ein af ástæðum þess að svona samskipti þekkjast ekki og eiga ekki að fara fram er að málsaðilinn sem ekki fær að taka þátt í þeim veit í raun og veru ekki hvað hefur farið á milli gagnaðila og dómara. Sú er einmitt raunin í þessu tilviki. Þó liggur fyrir að Jón Steinar ræddi um val á dómurum í einkasamtali við forseta Landsréttar áður en hún tók endanlega ákvörðun um hvaða dómarar skipuðu dóm í málinu. Það er einfaldlega staðreynd því sú ákvörðun var tekin í september 2019 en Jón Steinar segir sjálfur að hann hafi rætt við forseta Landsréttar í febrúar 2019. Lögum samkvæmt á tilviljun að ráða því hvaða dómarar skipa dóm í einstökum málum í Landsrétti og úthlutar forseti Landsréttar málum til dómara réttarins. Eðli málsins samkvæmt eiga málsaðilar ekki að hafa nein áhrif á það hvað dómarar eru valdir til að dæma mál viðkomandi. Það er því ljóst að með innvígðu og innmúruðu símtali Jóns Steinars og Hervarar Þorvaldsdóttur, forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu var brotið gegn þessum grundvallarreglum. Þess vegna var ákvörðun forseta Landsréttar um skipun dóms í málinu ólögmæt.Höfundur er hæstaréttarlögmaður og lögmaður Benedikts Bogasonar.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar