Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um nokkur innbrot nú í morgun. Klukkan 07:22 var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í miðbænum í Reykjavík og um hálftíma seinna var tilkynnt um innbrot í Mosfellsbæ.
Klukkan 08:21 var svo tilkynnt um innbrot í Grafarholti og rúmum klukkutíma seinna barst lögreglu tilkynning um innbrot í Hafnarfirði.
Upp úr klukkan hálfníu var síðan tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi í Fossvoginum. Þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var engan eld að sjá en að sögn slökkviliðs hafði öryggi brunnið í rafmagnstöflu sem olli smá reyk.
Nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið
