Íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal komast ekki á leigumarkað Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:33 Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Nokkrir íbúar á tjaldstæðinu í Laugardal hafa búið þar í þrjú ár og segjast ekki hafa kost á að fara á leigumarkað. Þeir fengu sér hitablásara í sameiginlega eldhúsaðstöðu vegna kulda þar í vetur. Níu manns dvelja nú á tjaldstæðinu í Laugardal og eru flestir þar vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Bergþóra Pálsdóttir, sem hefur búið á tjaldstæðinu á þriðja ár segir að þó að það væsi ekki um sig mætti aðstaðan vera betri. „Það er ágætt að vera hérna en ég myndi vilja hafa einhverja aðra stöðu, ég er öryrki og hef ekki ráð á öðru. Hér kostar 43 þúsund krónur á mánuði og innifalið er eldhúsaðstaða og snyrting og þvottaaðstaða en þar er oft ansi kalt þannig að við settum upp hitablásara í húsin,” segir Bergþóra. Skilyrðin fyrir að fá félagslega íbúð í Reykjavík er að viðkomandi hafi verið með lögheimili í borginni í eitt ár. Bergþóra segist komast á þann lista eftir um ár. Þangað til að hún fær íbúð segist hún því þurfa að búa í hjólhýsinu. „Alltaf á vorin þá þurfum við að fara í burtu því að þá koma túristarnir og fá allt. Þá þurfum við að fara. Ég er alltaf að vonast til að fá svæði þar sem við fáum að vera í friði.“ Fleiri á staðnum eru í sömu sporum. Margrét Friðriksdóttir, formaður Náungans hjálparsamtaka fyrir heimilislausa, gagnrýnir aðstöðuleysi á svæðinu. „Aðstaðan hérna er ekki góð, það er enginn hiti og það er erfitt að elda. Þetta er ekkert fyrir fólk, að búa í svona aðstæðum í svona langan tíma,“ segir Margrét.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira