Allt bendir til að næsta ár verði ár kaupenda Birgir Olgeirsson skrifar 29. desember 2019 21:00 Jafnvægi var á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins á árinu sem er að líða. Vísir/Vilhelm Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“ Húsnæðismál Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Hagfræðingur segir næsta ár verða kaupendum í hag. 1. desember síðastliðinn höfðu 7.130 eignir selst á höfuðborgarsvæðinu. Yfir árið seldust 648 eignir á mánuði og salan svipuð og í fyrra. 2,4 prósenta hækkun varð á höfuðborgarsvæðinu. Hefur hækkunin ekki verið svo lítil frá árinu 2011. 4,6% hækkun varð árið 2018 og 10,5% árið 2017 Fjölbýli hækkaði um 2,1 prósent en sérbýli hækkaði aðeins um 1 prósent og því undir verðbólgu. Á meðan er rífandi gangur á öðrum svæðum. „Þannig hefur verðmunurinn í þessu sveitarfélögum sem eru í jaðri höfuðborgarsvæðisins hefur verið að minnka undanfarin ár og er satt að segja ekki mjög mikill lengur,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Margir leituðu út fyrir höfuðborgarsvæðið þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum fyrir nokkrum árum. Á þessu ári hefur framboðið aukist til muna í borginni sem hefur valdið því að munurinn á verði minnkar. Jón Bjarki segir árið 2019 hafa einkennst af jafnvægi á fasteignamarkaðinum og útlit fyrir að næsta ár verði svipað. „Við erum með þætti sem styðja undir verðið hækki. Lánskjör eru enn þá hagstæð. Fólki á landinu er að fjölga. Eignastaða heimila er vel ásættanleg. Kaupmáttur heimilanna er sem betur fer ekki að dragast saman þó það hafi gefið aðeins á í hagkerfinu.“ Verðið mun því mjakast áfram hægt upp á við og útlit fyrir að næsta ár verði ár kaupenda. „Auðvitað hefur þróunin verið í þá átt. Við sjáum sölutíma lengjast. Hærra hlutfall eigna fer undir ásettu verði sem hvort tveggja er til marks um að vindurinn sé meira í bakið á kaupendum og þannig verður væntanlega næsta ár. En ég býst engu að síður við að markaðurinn verði nokkurn veginn í jafnvægi.“
Húsnæðismál Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira