Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 18:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13