Tilboð, tilboð! Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2019 10:00 Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar