Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2019 14:35 Steingrímur hvessti sig þegar hann sagði að slíkt yrði ekki liðið að þingmenn gripu frammí fyrir forseta sínum. Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“ Alþingi Píratar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Mikill hiti var í umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi nú fyrir stundu. Voru þingmenn stjórnarandstöðunnar afar ósáttir við framgöngu forseta þingsins, Steingríms J. Sigfússonar. Einkum töldu Píratar á sig halla af hálfu forseta. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði: „Ég kom hér í ræðustól áðan til að mótmæla því að mál væru hér sett á dagskrá. Um leið og ég minntist á málið fór forseti að berja á bjölluna. Mér finnst það óþolandi, herra forseti. Ég hlýt að geta mótmælt því að eitthvað sé sett á dagskrá og nefnt málið sem ég er að tala um, herra forseti. Mér finnst þetta óþolandi. Ég vil bara fá að klára mína ræðu. Ég misnota ekkert þennan lið. Og er bara að tala um dagskrá dagsins í dag. Þetta mál finnst mér ótækt að setja á dagskrá vegna þess að þetta kirkjujarðasamkomulagsbix sem heldur hér áfram fær enga almennilega þinglega meðferð,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Og að það ætti að nota jólin sem tilfinningalega kúgun til að þjóna hagsmunum Þjóðkirkjunnar. Klippa: Steingrímur J. hvessir sig Steingrímur sagði Helga vera kominn efnislega í umræðu um málið undir dagskrárliðnum „um fundarstjórn forseta“ og fyrir því væru 40 vitni. „Víst,“ sagði Steingrímur við frammíkalli Helga. „Eitt verður ekki liðið. Að þingmenn grípi frammí fyrir forseta sínum,“ hrópaði Steingrímur úr sæti forseta. „Og þessum fundi verður slitið ef menn ætla að halda slíku áfram.“ Steingrímur sagði ævaforna hefð fyrir því að málum væri ekki grautað saman með þeim hætti. Helga var heitt í hamsi sem og Halldóru Mogensen, einnig þingmanni Pírata, sem steig einnig í pontu og velti því upp hvort Steingrímur hreinlega mismunaði þingmönnum því hann hamaðist á bjöllunni ætíð þegar þeir hefðu orðið. Hún spurði hvað það væri sem mætti ræða í pontu. „Þegar þingmaður Pírata vildi ræða hvaða mál er verið að setja á dagskrá. Og færir rök fyrir því. Þá finnur forseti hjá sér þörf til að trufla þingmanninn. Og þetta gerist svakalega oft. Ég bið hæstvirtan forseta að skoða það hversu oft hann er raunverulega að trufla þingmenn Pírata í sínum ræðum hérna í þessari pontu. Vegna þess að mér þykir það gerast óþarflega oft miðað við hvernig tekið er á öðrum þingmönnum hér í þessum þingsal.“
Alþingi Píratar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira