„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 16:19 Rauð viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra og Strandir. Mynd/Veðurstofa Ísland „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“ Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“
Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37