Áramótaheit óvissunnar Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2019 09:00 Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rómur Mest lesið Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun