Herdís bætist í hóp umsækjenda um útvarpsstjórastólinn Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2019 13:19 Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur nú bæst í hóp umsækjenda þeirra sem vitað er að vilji setjast í stól útvarpsstjóra. skjáskot/stöð2 Svo virðist sem konur hafi svarað kallinu því þær eru talsvert meira áberandi í þeim hópi sem vitað er til að ætli að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Mbl greindi frá því að Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi með meiru sé meðal þeirra sem vilja verða útvarpsstjórar. Herdís er doktor í lögum með tjáningarfrelsi fjölmiðla sem sérsvið. Vandræði vegna leyndarhyggju Eins og fram hefur komið ákvað stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að halda því leyndu fyrir þjóðinni hverjir sækja um stöðuna. Þeir vísuðu til ráðlegginga Capacent þar um að með því lagi má heita líklegra að hæfari umsækjendur skili inn umsókn. Fréttastofa ræddi við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra Capacent um þetta atriði en hann taldi fyrirtækið ekki bera ábyrgð á þeirri ákvörðun, aðeins að Capacent hafi reifað ýmsa valmöguleika en það sé umbjóðandans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ sagði Halldór. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði, í kjölfar kæru sem blaðamaður Vísis sendi, að stjórninni væri það heimilt lögum samkvæmt. Því er það svo að einn af öðrum koma í leitirnar sem umsækjendur. En, Vísir greindi frá því fyrir nokkru að gera má ráð fyrir því að einkum verði litið til kvenna varðandi stöðuna. Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni hafa alls borist 41 umsókn en umsóknarfrestur er runninn út. Mikið kvennaval Stjórnin ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um viku þá væntanlega vegna þess að ekki voru komnir fram nógu sterkir umsækjendur. Páll Magnússon þingmaður hefur velt því upp hvort stjórninni beri ekki að segja af sér, meðal annars vegna efasemda um hæfi þeirra umsækjenda sem þá höfðu lagt fram umsókn. Þegar hefur verið greint frá því að Svanhildur Hólm Valsdóttir, hægri hönd Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, mun sækja um stöðuna. Þá liggur einnig fyrir að Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal umsækjenda sem og Elín Hirst fréttamaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem líklegir kandídatar eru Þóra Arnórsdóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður en hún hefur ekki viljað gefa neitt út um það enn sem komið er hvort hún sé meðal umsækjenda. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Ragnheiður og Páll takast á um Ríkisútvarpið Stjórnarmaður Ríkisútvarpsins ohf. telur dótturfélög stofnunarinnar auka umfang á samkeppnismarkaði. 5. desember 2019 13:12 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Svanhildur Hólm sækir um útvarpsstjórann Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, er á meðal þeirra 41 sem sótti um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Þetta staðfestir hún við Vísi. 10. desember 2019 16:42 Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. 7. desember 2019 09:06 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. 9. desember 2019 20:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Svo virðist sem konur hafi svarað kallinu því þær eru talsvert meira áberandi í þeim hópi sem vitað er til að ætli að sækja um stöðu útvarpsstjóra. Mbl greindi frá því að Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi með meiru sé meðal þeirra sem vilja verða útvarpsstjórar. Herdís er doktor í lögum með tjáningarfrelsi fjölmiðla sem sérsvið. Vandræði vegna leyndarhyggju Eins og fram hefur komið ákvað stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að halda því leyndu fyrir þjóðinni hverjir sækja um stöðuna. Þeir vísuðu til ráðlegginga Capacent þar um að með því lagi má heita líklegra að hæfari umsækjendur skili inn umsókn. Fréttastofa ræddi við Halldór Þorkelsson framkvæmdastjóra Capacent um þetta atriði en hann taldi fyrirtækið ekki bera ábyrgð á þeirri ákvörðun, aðeins að Capacent hafi reifað ýmsa valmöguleika en það sé umbjóðandans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ sagði Halldór. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði, í kjölfar kæru sem blaðamaður Vísis sendi, að stjórninni væri það heimilt lögum samkvæmt. Því er það svo að einn af öðrum koma í leitirnar sem umsækjendur. En, Vísir greindi frá því fyrir nokkru að gera má ráð fyrir því að einkum verði litið til kvenna varðandi stöðuna. Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni hafa alls borist 41 umsókn en umsóknarfrestur er runninn út. Mikið kvennaval Stjórnin ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um viku þá væntanlega vegna þess að ekki voru komnir fram nógu sterkir umsækjendur. Páll Magnússon þingmaður hefur velt því upp hvort stjórninni beri ekki að segja af sér, meðal annars vegna efasemda um hæfi þeirra umsækjenda sem þá höfðu lagt fram umsókn. Þegar hefur verið greint frá því að Svanhildur Hólm Valsdóttir, hægri hönd Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, mun sækja um stöðuna. Þá liggur einnig fyrir að Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er meðal umsækjenda sem og Elín Hirst fréttamaður og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrverandi ritstjóri Kvennablaðsins. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem líklegir kandídatar eru Þóra Arnórsdóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður en hún hefur ekki viljað gefa neitt út um það enn sem komið er hvort hún sé meðal umsækjenda.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Tengdar fréttir Ragnheiður og Páll takast á um Ríkisútvarpið Stjórnarmaður Ríkisútvarpsins ohf. telur dótturfélög stofnunarinnar auka umfang á samkeppnismarkaði. 5. desember 2019 13:12 Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21 Svanhildur Hólm sækir um útvarpsstjórann Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, er á meðal þeirra 41 sem sótti um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Þetta staðfestir hún við Vísi. 10. desember 2019 16:42 Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. 7. desember 2019 09:06 Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. 9. desember 2019 20:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ragnheiður og Páll takast á um Ríkisútvarpið Stjórnarmaður Ríkisútvarpsins ohf. telur dótturfélög stofnunarinnar auka umfang á samkeppnismarkaði. 5. desember 2019 13:12
Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. 9. desember 2019 15:21
Svanhildur Hólm sækir um útvarpsstjórann Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fjölmiðlakona, er á meðal þeirra 41 sem sótti um starf útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins. Þetta staðfestir hún við Vísi. 10. desember 2019 16:42
Steinunn Ólína sækir um stöðu útvarpsstjóra Leik- og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hefur gert kunnugt að hún hafi sóst eftir að verða næsti útvarpsstjóri. 7. desember 2019 09:06
Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. 9. desember 2019 14:00
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
Elín Hirst sækir um stöðu útvarpsstjóra Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi fréttstjóri sjónvarps á RÚV, hefur sótt um stöðu útvarpsstjóra. 9. desember 2019 20:02