Pavel: Þetta verður skrítið en skemmtilegt Arnar Björnsson skrifar 12. desember 2019 12:00 Pavel Ermolinski. Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn
Dominos-deild karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira