Pavel: Þetta verður skrítið en skemmtilegt Arnar Björnsson skrifar 12. desember 2019 12:00 Pavel Ermolinski. Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira
Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Sjá meira