„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2019 10:00 Auðunn Blöndal fer yfir ferilinn í einlægu viðtali. vísir/vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið. Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira