Mannauðsstjórinn neitaði að taka þátt í uppsögnunum og sagði upp Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 18:30 Forstjóri Hafró sagði á sínum tíma að farið hafi verið í uppsagnirnar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingarkrafna. Vísir/Hanna Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, telur að uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar í nóvember síðastliðnum hafi verið ósiðlegar eða falið í sér brot á starfsmannalögum. Þetta kemur fram í greinagerð sem Sólmundur sendi á núverandi og fyrrverandi starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar í dag. Fréttastofa hefur umrædda greinagerð undir höndum en RÚV greindi fyrst frá málinu. Taldi rökstuðning skorta Hann segist hafa mótmælt fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna meðal annars með vísan til þess að þær væru ekki nægilega vel rökstuddar. „Benti ég á almennt að einstakar uppsagnir þyrfti að vera hægt að rökstyðja á málefnalegan hátt, þ.e.a.s. af hverju var þessum starfsmanni sagt upp en ekki öðrum í sambærilegu starfi. Ýmist fannst mér því vanta upp á rökstuðning fyrir uppsögnum, þær væru brot á starfsmannalögum eða ekki siðlegar. Í stuttu máli væru þær ekki faglegar.“ Seinna segist hann hafa látið vita af því á fundi framkvæmdastjórnar að hann gæti ekki tekið þátt í fyrirhuguðum uppsögnum. Eftir þetta samdi Sólmundur um starfslok sín hjá stofnuninni tveimur dögum áður en tilkynnt var um uppsagnirnar þann 21. nóvember síðastliðinn. „Eftir þetta var endanlega ljóst að ég gat ekki unnið lengur hjá Hafró. Ég samdi því um starfslok og gekk endanlega frá skriflegum starfslokum þriðjudaginn 19. nóvember,“ segir jafnframt í greinagerð hans. Sakar forstjórann um að hafa farið með rangt mál Tíu starfsmönnum var sagt upp í nóvember og greindi Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, þá frá því að fjórir sviðsstjórar hafi til viðbótar sagt upp að eigin frumkvæði. Sólmundur gerir lítið úr þessari fullyrðingu forstjórans. „Samkvæmt Sigurði ákváðu sem sagt sviðsstjórar og Ólafur að fara – en í raun var það bara ég sem að eigin frumkvæði ákvað að fara.“ Vísar Sólmundur til Ólafs Ástþórssonar, sérfræðings og fyrrverandi aðstoðarforstjóra Hafró, sem starfað hafði hjá stofnuninni í á fjórða áratug. Stóð Ólafi samkvæmt heimildum Vísis til boða að lækka í tign eða hætta fyrr en til stóð. Hann segir jafnframt að með uppsögnunum hafi „yfir 300 ára starfsreynslu og vísindaþekkingu [verið] kastað á glæ.“ „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila.“ Gagnrýnir samráðsleysi Sólmundur gagnrýnir einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótarvant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“
Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira