Þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá barn á íþróttamóti Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 11:55 Atvikið átti sér stað á körfuboltamóti á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið barn á íþróttamóti í höfuðið. Atvikið átti sér stað á körfuboltamóti í Hafnarfirði í aprílmánuði á síðasta ári. Maðurinn var dæmdur fyrir minniháttar líkamsárás og brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga sem kveður á um að hver sá sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en taldi atvikið ekki falla undir ákvæði almennra hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku af atvikinu og fullyrti að hann hafi einungis „snert létt koll drengsins“ en ekki slegið hann. Á myndbandsupptökunni sést maðurinn ganga inn á völlinn eftir að tveimur drengjum lendir saman og slá annan þeirra í höfuðið. Því til stuðnings var lagt fram læknisvottorð þar sem kom fram að drengurinn hefði verið með roða í hársverði eftir atvikið og aumur viðkomu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst brotlegur við hegningarlög og að hann hafði skýlaust játað brot sín fyrir dómi. Háttsemi mannsins þótti þó sérstaklega gróf í ljósi þess að hann veittist að barni sem var við íþróttaiðkun með jafningjum sínum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið barn á íþróttamóti í höfuðið. Atvikið átti sér stað á körfuboltamóti í Hafnarfirði í aprílmánuði á síðasta ári. Maðurinn var dæmdur fyrir minniháttar líkamsárás og brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga sem kveður á um að hver sá sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi en taldi atvikið ekki falla undir ákvæði almennra hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku af atvikinu og fullyrti að hann hafi einungis „snert létt koll drengsins“ en ekki slegið hann. Á myndbandsupptökunni sést maðurinn ganga inn á völlinn eftir að tveimur drengjum lendir saman og slá annan þeirra í höfuðið. Því til stuðnings var lagt fram læknisvottorð þar sem kom fram að drengurinn hefði verið með roða í hársverði eftir atvikið og aumur viðkomu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst brotlegur við hegningarlög og að hann hafði skýlaust játað brot sín fyrir dómi. Háttsemi mannsins þótti þó sérstaklega gróf í ljósi þess að hann veittist að barni sem var við íþróttaiðkun með jafningjum sínum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira