Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:03 Varðskipið Þór sér Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Vísir/Egill Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“ Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira