Allt strand á loftslagsráðstefnu í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 12:45 Frá mótmælum við ráðstefnuna í gær. AP/Manu Fernandez Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum. Loftslagsmál Spánn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Uppfært 12:45 Ráðstefnunni lauk með málamyndasamkomulagi um að draga frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda, samanborið við Parísarsamkomulagið frá 2015. Svo virðist sem að enginn komi sáttur frá ráðstefnunni en einn höfunda Parísarsamkomulagsins sagði þetta vera bestu mögulegu niðurstöðuna. Viðmiðin á ekki þeim lágmörkum sem vísindamenn segja nauðsynleg. Ekkert samkomulag náðist um kaup og sölu á útblásturskvóta.Upprunalega fréttin Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna á Spáni, sem kallast COP25, hefur einkennst af deilum og aðgerðarleysi þar sem stærri ríki standa í vegi þess að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða til að sporna gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útlit er fyrir að niðurstaðan verði að ríki heimsins samþykki hófsama yfirlýsingu sem feli ekki í sér auknar takmarkanir á útblæstri. Ráðstefnan á að byggja á Parísarsamkomulaginu frá 2015. Vísindamenn segja að þau markmið sem samþykkt voru þá muni ekki duga til að halda hækkun meðalhitastigs undir tveimur gráðum á þessari öld. Það viðmið hefur þar að auki verið lækkað í eina og hálfa gráðu. Eins og staðan er í dag er útlit fyrir að meðalhitinn gæti hækkað um þrjár til fjórar gráður.Sjá einnig: Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkjaErindrekar Evrópusambandsins og smærri ríkja, þá sérstaklega eyríkja, hafa þrýst á aukin viðmið. Stærstu mengunarþjóðir heims eins og Bandaríkin, Brasilía, Ástralía og Indland segja hins vegar enga þörf á því að breyta núverandi áætlunum. Carolina Schmidt, umhverfisráðherra Chile sem stýrir ráðstefnunni, kallar eftir sveigjanleika og segir þörf á metnaðarfullum markmiðum, samkvæmt frétt BBC.Ráðstefnunni átti að ljúka á föstudagskvöldið en hún stendur enn yfir. Deilurnar á ráðstefnunni hafa að miklu leiti snúist um tæknileg atriði eins og kaup og sölu á útblásturskvóta, glufur á mögulegum sáttmálum og fjármögnun. Mótmælendur hafa fjölmennt við ráðstefnuna og krafist aðgerða frá ráðamönnum.
Loftslagsmál Spánn Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira