Þingmenn minntust Helga Seljan á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 11:45 Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minntist Helga Seljan Friðrikssonar, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Helgi andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 10. desember tæplega 86 ára gamall. Þingmenn risu úr sætum og vottuðu Helga virðingu sína. Fjölmargir hafa minnst Helga um helgina en hann sat samtals á tuttugu löggjafarþingum á ævinni. Hér á eftir fara minningarorð forseta þingsins um Helga Seljan Friðriksson. Klippa: Helgi Seljan - Minning á Alþingi Helgi Seljan Friðriksson var fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934. Foreldrar hans voru Friðrik Árnason, verkamaður þar, og kona hans, Elínborg Kristín Þorláksdóttir húsmóðir. Aðeins nokkurra mánaða gamall var Helgi tekinn í fóstur hjá hjónunum Jóhanni Björnssyni, bónda í Seljateigi í Reyðarfirði, og konu hans, Jóhönnu Helgu Benediktsdóttir húsmóður, og ólst hann upp á þeim bæ og tók nafn sitt af því. Helgi lauk kennaraprófi 19 ára gamall og gerðist þegar kennari á heimaslóðum fyrir austan, fyrst á Búðum í Fáskrúðsfirði í tvö ár, en færði sig síðan 1955 að barna- og unglingaskólanum á Búðareyri í Reyðarfirði. Hann var skipaður skólastjóri þar 1962 og gegndi því starfi þar til hann var kosinn á þing. Helgi Seljan skipaði sér ungur í raðir sósíalista, var í framboði þegar í alþingiskosningunum 1956 í Suður-Múlasýslu, aðeins 22 ára gamall, og var jafnan síðar ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi. Hann var hreppsnefndarmaður í Reyðarfirði í 12 ár. Helgi Seljan varð landskjörinn þingmaður 1971 eftir ágætan árangur flokks hans í kjördæminu það sumar og síðar kjördæmakjörinn þegar Alþýðubandalagið varð stærsti flokkurinn í Austurlandskjördæmi 1978. Helgi sóttist ekki eftir æðstu metorðum í flokki sínum þótt honum stæðu þau til boða heldur kaus fremur starf alþingismannsins. Helgi sat samfellt á Alþingi til 1987 er hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann sat jafnan í efri deild og var forseti hennar 1979–1983 en var jafnframt oft varaforseti þar og í sameinuðu Alþingi. Sæti varamanns tók Helgi tvívegis, fyrst í febrúar 1958 og í seinna sinn haustið 1969. Helgi var aldursforseti fyrrverandi þingmanna í þeim skilningi að lengst var liðið síðan hann hafði fyrst tekið sæti í þessum sal, tæp 62 ár, en raunar þá sem varamaður. Hann sat samtals á 20 löggjafarþingum. Helgi Seljan var þegar frá upphafi þingsetu sinnar talsmaður flokks síns í félags- og velferðarmálum og sat í nefndum sem við þá málaflokka fengust. Mörgum framfaramálum fatlaðra og öryrkja kom hann áleiðis og önnur fékk hann til umræðu og athugunar á þinginu. Jafnframt lét hann sér mjög annt um hag kjósenda sinna og kjördæmisins og sinnti því vel. Meginhluta þingferils síns sat hann í bankaráði Búnaðarbankans og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Áfengisvarnir og bindindismál voru alla tíð eitt mesta baráttumál Helga. Þegar á skólaárum skipaði hann sér þar í forustusveit og vann þeirri hugsjón með fórnfúsu starfi og skrifum alla ævi. Helgi átt létt með að yrkja, var söngvinn og hafði gaman af að skemmta fólki með græskulausum gamanmálum og leiklist. Þess nutu þingmenn, starfsmenn þingsins og raunar margir landsmenn. Ófáir voru þeir heimilismenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem nutu þess að þeir vinirnir Helgi og Karvel Pálmason töldu ekki eftir sér, bæði á meðan og eftir að þingmennsku þeirra lauk, að koma og létta mönnum lund með söng og gamanmálum. Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin. Hygg ég ekki ofmælt að hann hafi verið einn vinsælasti og vinflesti þingmaðurinn á sinni tíð og gekk þvert á flokksbönd. Það segir nokkuð um manninn sem við minnumst hér í þessum sal í dag. Ég bið þingheim að minnast Helga Seljans, fyrrverandi alþingismanns, með því að rísa úr sætum.Fjölmargir minnast HelgaHelgi Seljan Friðriksson var afi Helga Seljan sjónvarpsmanns á Ríkisútvarpinu. Hann minntist afa síns um helgina og rigndi kveðjunum yfir Helga. Sumir deildu minningum af Helga Seljan eldri. „Helgi Seljan dvaldi eitt sinn í kattartungupakka hjá mér. Þá var ég litill drengur, klippti út myndir af þingmönnum og hélt kosningar með því að draga myndirnar úr pakkanum.. Það var auðvelt að muna nafnið hans. Hann var flottur karl,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður og pistlahöfundur. „Innilegar samúðarkveðjur. Hann afi þinn snerti við lífi svo margra og hafði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Minningin lifir,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Samúðarkveðjur. Góður maður og glöggur sem ég kynntist í hollvinasamtökum RÚV,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „Hann var mikill öndvegismaður. Kynntist honum vel fyrir rúmum 40 árum,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. „Hjartans samúð, hann afi þinn var höfðingi í besta skilningi,“ segir Halla B. Þorkelsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. „Pabbi, sem var Eskfirðingur, fannst mjög mikið til afa þíns koma og talaði alltaf um hann af mikilli lotningu. Hann vitnaði oft til hans og það var t.d. umsvifalaust þaggað niður í okkur krökkunum þegar heyrðist í honum í útvarpi og sjónvarpi. Mér fannst ég því hálf þekkja hann,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Andlát Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, minntist Helga Seljan Friðrikssonar, fyrrverandi alþingismanns, við upphaf þingfundar í dag. Helgi andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 10. desember tæplega 86 ára gamall. Þingmenn risu úr sætum og vottuðu Helga virðingu sína. Fjölmargir hafa minnst Helga um helgina en hann sat samtals á tuttugu löggjafarþingum á ævinni. Hér á eftir fara minningarorð forseta þingsins um Helga Seljan Friðriksson. Klippa: Helgi Seljan - Minning á Alþingi Helgi Seljan Friðriksson var fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934. Foreldrar hans voru Friðrik Árnason, verkamaður þar, og kona hans, Elínborg Kristín Þorláksdóttir húsmóðir. Aðeins nokkurra mánaða gamall var Helgi tekinn í fóstur hjá hjónunum Jóhanni Björnssyni, bónda í Seljateigi í Reyðarfirði, og konu hans, Jóhönnu Helgu Benediktsdóttir húsmóður, og ólst hann upp á þeim bæ og tók nafn sitt af því. Helgi lauk kennaraprófi 19 ára gamall og gerðist þegar kennari á heimaslóðum fyrir austan, fyrst á Búðum í Fáskrúðsfirði í tvö ár, en færði sig síðan 1955 að barna- og unglingaskólanum á Búðareyri í Reyðarfirði. Hann var skipaður skólastjóri þar 1962 og gegndi því starfi þar til hann var kosinn á þing. Helgi Seljan skipaði sér ungur í raðir sósíalista, var í framboði þegar í alþingiskosningunum 1956 í Suður-Múlasýslu, aðeins 22 ára gamall, og var jafnan síðar ofarlega á lista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi. Hann var hreppsnefndarmaður í Reyðarfirði í 12 ár. Helgi Seljan varð landskjörinn þingmaður 1971 eftir ágætan árangur flokks hans í kjördæminu það sumar og síðar kjördæmakjörinn þegar Alþýðubandalagið varð stærsti flokkurinn í Austurlandskjördæmi 1978. Helgi sóttist ekki eftir æðstu metorðum í flokki sínum þótt honum stæðu þau til boða heldur kaus fremur starf alþingismannsins. Helgi sat samfellt á Alþingi til 1987 er hann ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann sat jafnan í efri deild og var forseti hennar 1979–1983 en var jafnframt oft varaforseti þar og í sameinuðu Alþingi. Sæti varamanns tók Helgi tvívegis, fyrst í febrúar 1958 og í seinna sinn haustið 1969. Helgi var aldursforseti fyrrverandi þingmanna í þeim skilningi að lengst var liðið síðan hann hafði fyrst tekið sæti í þessum sal, tæp 62 ár, en raunar þá sem varamaður. Hann sat samtals á 20 löggjafarþingum. Helgi Seljan var þegar frá upphafi þingsetu sinnar talsmaður flokks síns í félags- og velferðarmálum og sat í nefndum sem við þá málaflokka fengust. Mörgum framfaramálum fatlaðra og öryrkja kom hann áleiðis og önnur fékk hann til umræðu og athugunar á þinginu. Jafnframt lét hann sér mjög annt um hag kjósenda sinna og kjördæmisins og sinnti því vel. Meginhluta þingferils síns sat hann í bankaráði Búnaðarbankans og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Er Helgi Seljan ákvað að láta af þingmennsku gerðist hann félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands og síðar framkvæmdastjóri þess. Sat hann í mörgum nefndum og ráðum sem fengust við málefni öryrkja og skrifaði margt um hagsmunamál þeirra í blöð. Þá starfaði Helgi einnig ötullega með eldri borgurum. Áfengisvarnir og bindindismál voru alla tíð eitt mesta baráttumál Helga. Þegar á skólaárum skipaði hann sér þar í forustusveit og vann þeirri hugsjón með fórnfúsu starfi og skrifum alla ævi. Helgi átt létt með að yrkja, var söngvinn og hafði gaman af að skemmta fólki með græskulausum gamanmálum og leiklist. Þess nutu þingmenn, starfsmenn þingsins og raunar margir landsmenn. Ófáir voru þeir heimilismenn á dvalar- og hjúkrunarheimilum sem nutu þess að þeir vinirnir Helgi og Karvel Pálmason töldu ekki eftir sér, bæði á meðan og eftir að þingmennsku þeirra lauk, að koma og létta mönnum lund með söng og gamanmálum. Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin. Hygg ég ekki ofmælt að hann hafi verið einn vinsælasti og vinflesti þingmaðurinn á sinni tíð og gekk þvert á flokksbönd. Það segir nokkuð um manninn sem við minnumst hér í þessum sal í dag. Ég bið þingheim að minnast Helga Seljans, fyrrverandi alþingismanns, með því að rísa úr sætum.Fjölmargir minnast HelgaHelgi Seljan Friðriksson var afi Helga Seljan sjónvarpsmanns á Ríkisútvarpinu. Hann minntist afa síns um helgina og rigndi kveðjunum yfir Helga. Sumir deildu minningum af Helga Seljan eldri. „Helgi Seljan dvaldi eitt sinn í kattartungupakka hjá mér. Þá var ég litill drengur, klippti út myndir af þingmönnum og hélt kosningar með því að draga myndirnar úr pakkanum.. Það var auðvelt að muna nafnið hans. Hann var flottur karl,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður og pistlahöfundur. „Innilegar samúðarkveðjur. Hann afi þinn snerti við lífi svo margra og hafði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Minningin lifir,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Samúðarkveðjur. Góður maður og glöggur sem ég kynntist í hollvinasamtökum RÚV,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „Hann var mikill öndvegismaður. Kynntist honum vel fyrir rúmum 40 árum,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. „Hjartans samúð, hann afi þinn var höfðingi í besta skilningi,“ segir Halla B. Þorkelsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. „Pabbi, sem var Eskfirðingur, fannst mjög mikið til afa þíns koma og talaði alltaf um hann af mikilli lotningu. Hann vitnaði oft til hans og það var t.d. umsvifalaust þaggað niður í okkur krökkunum þegar heyrðist í honum í útvarpi og sjónvarpi. Mér fannst ég því hálf þekkja hann,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Andlát Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira